Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. desember 2019 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Margrét Björg og Cecilía Rán framlengja við Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn efnilegi Cecilía Rán Rúnarsdóttir er búin að framlengja samning sinn við Fylki og er samningsbundin Árbæingum næstu tvær leiktíðir.

Cecilía Rán er ein af efnilegustu stelpum landsins og lék 15 leiki með Fylki í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar. Hún er uppalinn hjá Aftureldingu og á 21 keppnisleik að baki fyrir Aftureldingu/Fram.

Cecilía á 22 leiki að baki fyrir yngri landsliðin og var valin í A-landsliðið í fyrsta sinn í haust. Hún er fædd 2003.

Margrét Björg Ástvaldsdóttir, fædd 1994, skrifaði einnig undir samning sem gildir út sumarið 2021.

Margrét hefur verið lykilmaður hjá Fylki síðustu tvö ár en þar áður spilaði hún fyrir Hauka og Þrótt R. Hún hóf ferilinn í Árbænum og á í heildina 87 leiki að baki fyrir Fylki.
Athugasemdir
banner
banner
banner