Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   mið 02. desember 2020 11:09
Elvar Geir Magnússon
Jói Berg: Hefur verið hrikalega erfitt fyrir mig
Jóhann Berg Guðmundsson er ákveðinn í að leggja sitt á vogarskálarnar svo Burnley nái að klifra upp ensku úrvalsdeildina.

Íslenski landsliðsmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna átján mánuði, vöðvameiðsli og hnévandræði hafa takmarkað spiltíma hans.

Jóhann er að vinna með læknateymi Burnley en hann byrjaði síðasta heimaleik Burnley, 1-0 sigurinn gegn Crystal Palace. Það var fyrsti sigur Burnley á tímabilinu.

„Þetta hefur verið hrikalega erfitt fyrir mig," segir Jóhann Berg við heimasíðu Burnley.

„Þetta er erfitt þegar þú ert að glíma við þessa litlu hnökra. þú snýrð til baka og meiðist svo aftur. Þegar þú færð stór meiðsli þá veistu það allavega að þú snýrð til baka eftir fimm eða sex mánuði eða hvað sem er."

„Hjá mér er þetta sífellt stopp og start en maður þarf að sætta sig við það, leggja mikið á sig í ræktinni, inni á vellinum og reyna að vera í eins góðu standi og mögulegt er."

„Það er það sem hefur verið í gangi hjá mér núna. Ég reyni að koma mér í stand svo ég geti spilað 90 mínútur um hverja helgi og við erum að vinna í því."

Burnley er í fallsæti en liðið hefur verið í miklum meiðslavandræðum í upphafi tímabils. Burnley mætir Everton um helgina en í síðasta leik tapaði liðið illa fyrir Manchester City.

„Þetta voru erfið úrslit fyrir okkur um síðustu helgi. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem svona gerist á Manchester City leikvangnum. Við erum reynslumikill hópur og vitum að alltaf er erfitt að heimsækja City. En frammistaðan var ekki nægilega góð, við þurfum að gera betur. Við þurfum að gleyma þessum leik og einbeita okkur að næsta leik sem er gríðarlega mikilvægur," segir Jóhann Berg.

„Byrjunin á tímabilinu hefur ekki verið sú besta, við vitum það. En við vitum hvað þarf til að halda okkur í deildinni og það er okkar markmið á þessu tímabili."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
10 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
13 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner