Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 02. desember 2020 09:20
Elvar Geir Magnússon
White orðaður við Man Utd - Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Szoboszlai
Powerade
Ben White er á mörgum óskalistum.
Ben White er á mörgum óskalistum.
Mynd: Getty Images
Dominik Szoboszlai.
Dominik Szoboszlai.
Mynd: Getty Images
Giroud orðaður við Juventus.
Giroud orðaður við Juventus.
Mynd: Getty Images
Þegar gular viðvaranir geysa um land allt er fátt betra en að skoða slúðrið. White, Zidane, Skriniar, Palmeri, Giroud, Puig og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Manchester United, Tottenham Hotspur og Chelsea hafa áhuga á enska varnarmanninum Ben White (23) hjá Brighton. White var á láni hjá Leeds á síðasta tímabili. (Sky Sports)

Barcelona hefur áhuga á varnarmanninum Shkodran Mustafi (28) hjá Arsenal og Antonio Rudiger (27) hjá Chelsea. (Mundo Deportivo)

Arsenal og Tottenham eru meðal margra félaga sem hafa áhuga á ungverska landsliðsmanninum Dominik Szoboszlai (20) hjá Red Bull Salzburg. RB Leipzig, AC Milan og Atletico Madrid hafa einnig áhuga. (Eurosport)

Tottenham hefur enn áhuga á að fá Milan Skriniar (25), varnarmann Inter. Viðræður milli félagana í sumar um þennan landsliðsmann Slóvakíu gengu ekki upp. (Football Insider)

Stjórn Real Madrid vill sjá hvernig liðið bregst við áður en einhverjar ákvarðanir verða teknar um framtíð Zinedine Zidane eftir 2-0 tapið gegn Shaktar Donetsk. (Marca)

Manchester United, Manchester City og Chelsea vilja fá Denis Zakaria (24), svissneska miðjumanninn hjá Borussia Mönchengladbach, í janúarglugganum. (Star)

Barcelona ætlar að hleypa miðjumanninum Riqui Puig (21) á lán í janúar en hann hefur verið boðinn til Leeds United, RB Leipzig og Mónakó. (Eurosport)

Juventus undirbýr tvöfalt tilboð í ítalska vinstri bakvörðinn Emerson Palmeri (26) og franska sóknarmanninn Olivier Giroud (34) hjá Chelsea. (Il Bianco Nero)

Barcelona vill fá brasilíska varnarmanninn Felipe Augusto (31) hjá Atletico Madrid til að fylla skarð Gerard Pique (33) sem verður frá út tímabilið. (AS)

Barcelona mun ekki taka neinar ákvarðanir um leikmannakaup fyrr en forsetakosningunum lýkur þann 24. janúar. Félagið mun þá aðeins hafa viku áður en glugganum verður lokað. (Sport)

Veðbankar telja líklegast að Jack Wilshere (28) snúi aftur til Arsenal. Miðjumaðurinn er fáanlegur á frjálsri sölu og Rangers í Skotlandi hefur áhuga. (Sun)

Arsenal hefur enn ekki gert tilboð í Emi Buendia (23) hjá Norwich City. Argentínumaðurinn gæti gengið í raðir Arsenal í janúar. (Football London)

Andre Onana (24), markvörður Ajax og landsliðs Kamerún, vonast til að fara í ensku úrvalsdeildina næsta sumar. Áhugi Tottenham og Chelsea hefur minnkað. (Mail)

Franski varnarmaðurinn Jean-Clair Todibo (20) snýr væntanlega aftur til Barcelona en hann hefur ekki spilað mínútu eftir að hafa verið lánaður til Benfica. (Abola)

Patrick Vieira stjóri Nice vill fá franska varnarmanninn William Saliba (19) frá Arsenal. (Metro)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner