Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
banner
   fim 02. desember 2021 14:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Shaw, Matic og Wan-Bissaka sáust ekki mæta á liðshótelið
Wan-Bissaka
Wan-Bissaka
Mynd: EPA
Luke Shaw
Luke Shaw
Mynd: EPA
Michael Carrick stýrir sínum þriðja og síðasta leik sem bráðabirgðastjóri Manchester United í kvöld þegar Arsenal kemur í heimsókn á Old Trafford.

Tveir leikmenn úr byrjunarliði United sáust ekki mæta á liðshótel United í dag. Það eru þeir Aaron Wan-Bissaka og Nemanja Matic. Luke Shaw sást þá ekki heldur en hann hefur glímt við höfuðmeiðsl og þeir Edinson Cavani, Raphael Varane og Paul Pogba eru enn ekki klár í slaginn.

Hins vegar er Mason Greenwood klár í slaginn og gæti tekið þátt í leiknum í kvöld. Harry Maguire snýr þá aftur eftir leikbann. Amad Diallo er í hópnum og eins og gegn Chelsea gæti Phil Jones verið í leikmannahópnum.

Þess má geta að ljósmyndarar gætu hafa misst af leikmönnum mæta á hótelið og því alls ekki víst hvort að þeir Wan-Bissaka og Matic verði ekki með í kvöld.

Leikurinn gegn Arsenal hefst klukkan 20:15.

Myndir af þessum náðust við liðshótelið (21):
Markmenn: De Gea, Heaton, Henderson
Varnarmenn: Bailly, Dalot, Jones, Lindelof, Maguire, Telles
Miðjumenn: Fernandes, Fred, Mata, McTominay, Van de Beek
Sóknarmenn: Amad, Greenwood, Lingard, Martial, Rashford, Ronaldo, Sancho


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 9 7 1 1 16 3 +13 22
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
6 Man Utd 9 5 1 3 15 14 +1 16
7 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
8 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
9 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
10 Crystal Palace 9 3 4 2 12 9 +3 13
11 Brentford 9 4 1 4 14 14 0 13
12 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
13 Brighton 9 3 3 3 14 15 -1 12
14 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
15 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
16 Burnley 9 3 1 5 12 17 -5 10
17 Fulham 9 2 2 5 9 14 -5 8
18 Nott. Forest 9 1 2 6 5 17 -12 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 9 0 2 7 7 19 -12 2
Athugasemdir