Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   lau 02. desember 2023 19:45
Brynjar Ingi Erluson
England: Mikilvægur sigur Everton
Dwight McNeil skoraði eina mark leiksins
Dwight McNeil skoraði eina mark leiksins
Mynd: Getty Images
Nott. Forest 0 - 1 Everton
0-1 Dwight McNeil ('67 )

Everton vann mikilvægan 1-0 sigur á Nottingham Forest á City Ground í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Gestirnir fengu bestu færi fyrri hálfleiksins. Beto og Dwight McNeil komu sér í góð færi en nýttu ekki. Abdoulaye Doucoure stýrði spilinu vel á miðjunni á meðan heimamenn í Forest náðu ekkert að reyna á Jordan Pickford í marki Everton.

Everton hélt áfram að skapa í þeim síðari og kom sigurmarkið þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir.

Jack Harrison tók gott samspil með Idrissa Gana Gueye áður en Englendingurinn kom boltanum fyrir markið. Beto missti af honum en McNeil mætti á fjær og kláraði vel.

Heimamenn í Forest reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en sóknarleikurinn var ekki upp á marga fiska í dag og lokatölur 1-0 Everton í vil. Everton fer upp í 18. sæti með 7 stig, aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti, en Forest er í 15. sæti með 13 stig.

Góður og mikilvægur sigur hjá Everton sem hefur gengið í gegnum erfiðleika síðasta mánuðinn. Tíu stig voru dregin af liðinu vegna brota á fjármálareglum deildarinnar. Það var því gott fyrir leikmenn og stuðningsmenn að hafa eitthvað til að gleðjast yfir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner