Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   lau 02. desember 2023 22:05
Brynjar Ingi Erluson
England: Verðskuldaður sigur Newcastle á Man Utd
Anthony Gordon kláraði færið auðveldlega
Anthony Gordon kláraði færið auðveldlega
Mynd: EPA
Newcastle er í fimmta sæti deildarinnar með 26 stig
Newcastle er í fimmta sæti deildarinnar með 26 stig
Mynd: EPA
Newcastle 1 - 0 Manchester Utd
1-0 Anthony Gordon ('55 )

Newcastle United vann sanngjarnan 1-0 sigur á Manchester United í 14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á St. James' Park í kvöld.

Heimamenn voru með öll völd á fyrri hálfleiknum og áttu alls fjórtán skottilraunir.

Alejandro Garnacho komst nálægt því að koma United yfir snemma leiks en Nick Pope varði vel frá honum. Newcastle fékk fjölmörg færi eftir það. Alexander Isak átti skot sem var á leið í netið, en hællinn á Harry Maguire kom til bjargar. Þá var Lewis Miley nálægt því að gera sitt fyrsta mark fyrir Newcastle en André Onana sá við honum með góðri vörslu.

Kieran Trippier átti sennilega bestu tilraun fyrri hálfleiksins er aukaspyrna hans hafnaði í þverslánni. Algerir yfirburði hjá Newcastle, sem náði að fylgja því á eftir í síðari hálfleiknum.

Anthony Gordon skoraði eina mark leiksins á 56. mínútu. Isak fann Bruno Guimaraes, sem lagði hann hægra megin í teiginn á Trippier. Englendingurinn kom með sendingu yfir á fjærstöng þar sem Gordon var einn og óvaldaður áður en hann setti boltann í netið.

Heimamenn vildu fá vítaspyrnu á 78. mínútu þar sem þeir töldu Aaron Wan-Bissaka hafa handleikið boltann, en engin vítaspyrna dæmd.

Man Utd kom boltanum í netið undir lok venjulegs leiktíma. Sergio Reguilon kom með fyrirgjöfina sem Harry Maguire barðist um áður en boltinn datt fyrir Antony. Brasilíumaðurinn skaut boltanum að marki, en hann hafði viðkomu af Maguire áður en boltinn fór í netið. Maguire var fyrir innan og markið því dæmt af.

Jöfnunarmarkið kom aldrei og lokatölur því 1-0 Newcastle í vil, sem er í 5. sæti með 26 stig en Man Utd í 7. sæti með aðeins 24 stig. Sjötta tap Man Utd í deildinni og liðið nú fjórum stigum frá fjórða sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner