Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   fim 03. febrúar 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Vafasöm eigendaskipti Siena - „Ágætt fyrir Óttar Magnús að komast í burtu þaðan"
Óttar Magnús Karlsson
Óttar Magnús Karlsson
Mynd: Venezia
Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska boltann
Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska boltann
Mynd: Ítalski boltinn
Ítalska félagið Venezia kallaði Óttar Magnús Karlsson til baka á láni frá Siena í janúar en Björn Már Ólafsson að þetta hafi líklega verið hárrétt ákvörðun hjá íslenska framherjanum miðað við upplausnina sem er í gangi hjá C-deildarliðinu.

Óttar Magnús var lánaður til Siena fyrir tímabilið og skoraði 2 mörk í 19 leikjum á tíma sínum þar.

Nýir eigendur tóku við félaginu í desember en þeir hafa ekki reynst neitt sérlega traustvekjandi og skiljanlega. Armen Gazaryan, nýr eigandi félagsins, er með vafasasamt tengslanet og sömuleiðis maðurinn sem var gerður að yfirmanni íþróttamála.

Óttar ásamt fleiri leikmönnum yfirgaf félagið og hélt hann aftur til Venezia. Björn Már fór yfir eigendaskiptin í hlaðvarpsþættinum Ítalski boltinn, en þar kom ýmislegt áhugavert fram.

„Það er allt í upplausn í Siena eftir eigendaskiptin í desember. Sá sem tók við félaginu, einhver Armeni, með vafasamar tengingar og er nú fluttur frá borginni. Sá sem var ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá félaginu er ítalskur rússi sem er dæmdur fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa ollið einhverju hræðilegu umferðarslysi."

„Hann hefur verið rannsakaður af ítölskum yfirvöldum vegna tengsla við rússnesku og úsbekisku mafíuna og ég trúi því varla sem ég er að lesa hérna. Hann er talinn tengjast mannráni í rússneska fótboltanum fyrir nokkrum árum síðar í frétt sem ég fann í Corriere della Sera. Þannig kannski ágætt fyrir Óttar Magnús að komast í burtu þaðan

„Það er búið að vera mikill leikmannaflótti frá liðinu og liðið ekki staðið sig sérstaklega vel. Það er ekki nálægt því að vera í baráttu um að komast upp úr Seríu C. Miðað við fjárhagsvandræðin sem voru í desember með þessum nýju eigendum sem gátu ekki fengið bankatryggingu. Mjög traustvekjandi. Þá er bara fínt að koma sér þaðan og hann er kominn aftur til Venezia. Ég veit ekki hvert planið er hvort hann verði lánaður í Seríu B eða Seríu C,"
sagði Björn Már.
Ítalski boltinn - Loftbrúin til Ítalíu stendur enn og glugginn gerður upp
Athugasemdir
banner
banner