Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
banner
   fös 03. febrúar 2023 14:54
Elvar Geir Magnússon
Zaha ekki með gegn Man Utd - „Lokonga verður betri hjá okkur“
Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace.
Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace.
Mynd: EPA
Albert Sambi Lokonga.
Albert Sambi Lokonga.
Mynd: Heimasíða Arsenal
Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace, hefur staðfest að Wilfried Zaha muni missa af leiknum gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

„Wilfried er enn á meiðslalistanum, þetta tekur nokkrar vikur svo við verðum að spjara okkur án hans," segir Vieira en Zaha er fyrrum leikmaður United.

„Wilfried er venjulega snöggur að jafna sig af meiðslum og við viljum ekki setja einhverja dagsetningu á endurkomuna. Við ætlum bara að láta hann vinna sína vinnu og vonandi snýr hann sem fyrst til baka."

Mikilvægt fyrir hann að fá fleiri leiki
Crystal Palace fékk Albert Sambi Lokonga (23 ára) lánaðan frá Arsenal í nýliðnum janúarglugga.

„Hann er með tæknilega getu til að gera vel og bæta spilamennsku okkar og er með reynslu úr deildinni. Ég tel að það sé hægt að ná meiru úr honum, hans aðlögunarhæfileikar og styrkur mun hjálpa okkur," segir Vieira.

„Það er mikilvægt fyrir hann að spila fleiri leiki. Hann fær tækifæri til þess hjá okkur. Að sjálfsögðu þarf hann að leggja mikið á sig til að fá það pláss. En hann telur að þetta hafi verið rétta ákvörðunin fyrir næsta skref á hans ferli."

„Við munum vinna með honum og gera hann betri, eins og við höfum gert við fleiri leikmenn sem hafa komið til okkar á láni."

Leikur Manchester United og Crystal Palace verður klukkan 15 á morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner
banner