Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 03. apríl 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
KR færði heilbrigðisstarfsfólki glaðning
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið KR ákvað í vikunni að þakka heilbrigðisstarfsfólki í fremstu línu fyrir sitt framlag í baráttunni við kórónaveiruna.

Tveir leikmenn KR, Katrín Ásbjörnsdóttir og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, eru á meðal heilbrigðisstarfsmanna.

Til að þakka starfsfólki fyrir sitt framlag mættu leikmenn KR með samlokur og djúsa frá Lemon á Landspítalann.

„Við skorum á mfl karla KR og mfl kvk Stjörnunnar að láta gott af sér leiða og gefa til framlínunnar því öll þekkjum við einhvern sem er að berjast fyrir okkur!" segir KR á Instagram síðu sinni.
View this post on Instagram

Á þessum fordæmalausu tímum þar sem allt samfélagið okkar er lamað af COVID-19. Samkomubann gildir í landinu og engar æfingar eru nema þá bara heimaæfingar. Við hjá Mfl.KR kvk viljum þakka öllum þeim sem eru í framlínunni kærlega fyrir. Við erum með tvo leikmenn úr okkar liði sem eru í þessum frábæra hóp, þær Katrín Ásbjörns @katrinasbjorns og Þórdís Hrönn @thordish . Við erum ótrúlega stoltar af þeim og þeirra framlagi. Við ákváðum því í samstarfi við Lemon @lemoniceland að senda þeim smá glaðning og færðum þeim samlokur og djús á deildirnar þeirra á Landspítalanum. Við skorum á mfl karla KR @krreykjavik1899 og mfl kvk Stjörnunnar @stjarnan.mflkvk að láta gott af sér leiða og gefa til framlínunnar því öll þekkjum við einhvern sem er að berjast fyrir okkur! Við hlökkum til að sjá ykkur á vellinum í sumar Haldið áfram að vera dugleg að æfa! Við þurfum að hjálpast að og gera þetta saman öll sem ein! @heimavollurinn @fotboltinet

A post shared by Mfl. Kvenna KR⚽️ (@krstelpur) on


Athugasemdir
banner
banner