Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   mið 03. apríl 2024 12:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Draumurinn að „vinna þetta fokking allt" og fara svo út
'Pabbi lætur mig ekki vita af neinu'
'Pabbi lætur mig ekki vita af neinu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarinn Jökull Elísabetarson er á leið í sitt fyrsta heila tímabil með Stjörnuna. 'Mér finnst við klárlega betra lið en við vorum á þessum tíma í fyrra, 100%, allar æfingar eru miklu betri, ákefðin, leikirnir og allt er betra'
Þjálfarinn Jökull Elísabetarson er á leið í sitt fyrsta heila tímabil með Stjörnuna. 'Mér finnst við klárlega betra lið en við vorum á þessum tíma í fyrra, 100%, allar æfingar eru miklu betri, ákefðin, leikirnir og allt er betra'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Máni Pétursson.
Máni Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tímabilið leggst mjög vel í mig, við erum búnir að æfa mjög mikið og æfa mjög vel," sagði Róbert Frosti Þorkelsson, leikmaður Stjörnunnar, við Fótbolta.net.

Róbert Frosti er átján ára framsækinn miðjumaður sem stimplaði sig vel inn í Stjörnuliðið á síðasta tímabili. Stjarnan mætir Víkingi í opnunarleik Bestu deildarinnar á laugardag.

„Mér finnst við klárlega betra lið en við vorum á þessum tíma í fyrra, 100%, allar æfingar eru miklu betri, ákefðin, leikirnir og allt er betra."

Stjarnan hefur fengið þá Óla Val Ómarsson og Guðmund Baldvin Nökkvason inn í hópinn á síðustu dögum. Þeir koma í láni frá Svíþjóð.

„Mér líst mjög vel á hópinn, erum með geggjaðan hóp sem passar mjög vel saman, ná allir vel saman."

„Ég vil meina að við eigum bara að stefna á titilinn og Mjólkurbikarinn líka, vinna þetta fokking allt. Það er allavega hjá mér, ég veit ekki hvað aðrir í liðinu eru með."


Stjörnuliðið endaði síðasta tímabil frábærlega, þá með Eggert Aron Guðmundsson fremstan í flokk. Verður mikill missir af honum?

„Já, en það kemur bara maður í manns stað. Við munum sakna Eggerts, en inni á vellinum munum við kom þessu einhvern veginn í gang."

Á kynningarfundi ÍTF fyrir Bestu deildina var Róbert Frosti einn af þeim leikmönnum sem aðrir leikmenn telji að fari fljótlega í atvinnumennsku. Er stefnan sett út á þessu ári?

„Vinna titilinn og fara síðan út eftir tímabilið," sagði Róbert Frosti og brosti. „Draumurinn er að fara út."

Veistu í dag af einhverjum áhuga úti?

„Nei, það er ekkert verið að láta mig vita af því. Pabbi lætur mig ekki vita af neinu, fæ ekki að vita neitt," sagði Róbert Frosti sem er sonur fjölmiðlamannsins og umboðsmannsins Þorkels Mána Péturssonar.
Athugasemdir
banner