Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
   mið 03. apríl 2024 12:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Draumurinn að „vinna þetta fokking allt" og fara svo út
'Pabbi lætur mig ekki vita af neinu'
'Pabbi lætur mig ekki vita af neinu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarinn Jökull Elísabetarson er á leið í sitt fyrsta heila tímabil með Stjörnuna. 'Mér finnst við klárlega betra lið en við vorum á þessum tíma í fyrra, 100%, allar æfingar eru miklu betri, ákefðin, leikirnir og allt er betra'
Þjálfarinn Jökull Elísabetarson er á leið í sitt fyrsta heila tímabil með Stjörnuna. 'Mér finnst við klárlega betra lið en við vorum á þessum tíma í fyrra, 100%, allar æfingar eru miklu betri, ákefðin, leikirnir og allt er betra'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Máni Pétursson.
Máni Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tímabilið leggst mjög vel í mig, við erum búnir að æfa mjög mikið og æfa mjög vel," sagði Róbert Frosti Þorkelsson, leikmaður Stjörnunnar, við Fótbolta.net.

Róbert Frosti er átján ára framsækinn miðjumaður sem stimplaði sig vel inn í Stjörnuliðið á síðasta tímabili. Stjarnan mætir Víkingi í opnunarleik Bestu deildarinnar á laugardag.

„Mér finnst við klárlega betra lið en við vorum á þessum tíma í fyrra, 100%, allar æfingar eru miklu betri, ákefðin, leikirnir og allt er betra."

Stjarnan hefur fengið þá Óla Val Ómarsson og Guðmund Baldvin Nökkvason inn í hópinn á síðustu dögum. Þeir koma í láni frá Svíþjóð.

„Mér líst mjög vel á hópinn, erum með geggjaðan hóp sem passar mjög vel saman, ná allir vel saman."

„Ég vil meina að við eigum bara að stefna á titilinn og Mjólkurbikarinn líka, vinna þetta fokking allt. Það er allavega hjá mér, ég veit ekki hvað aðrir í liðinu eru með."


Stjörnuliðið endaði síðasta tímabil frábærlega, þá með Eggert Aron Guðmundsson fremstan í flokk. Verður mikill missir af honum?

„Já, en það kemur bara maður í manns stað. Við munum sakna Eggerts, en inni á vellinum munum við kom þessu einhvern veginn í gang."

Á kynningarfundi ÍTF fyrir Bestu deildina var Róbert Frosti einn af þeim leikmönnum sem aðrir leikmenn telji að fari fljótlega í atvinnumennsku. Er stefnan sett út á þessu ári?

„Vinna titilinn og fara síðan út eftir tímabilið," sagði Róbert Frosti og brosti. „Draumurinn er að fara út."

Veistu í dag af einhverjum áhuga úti?

„Nei, það er ekkert verið að láta mig vita af því. Pabbi lætur mig ekki vita af neinu, fæ ekki að vita neitt," sagði Róbert Frosti sem er sonur fjölmiðlamannsins og umboðsmannsins Þorkels Mána Péturssonar.
Athugasemdir
banner