Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
   mán 01. apríl 2024 15:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Valur elskar Stjörnuna: Getum ráðist á þennan titil
Í leik með U21 landsliðinu haustið 2022.
Í leik með U21 landsliðinu haustið 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mættur aftur í bláu Stjörnutreyjuna.
Mættur aftur í bláu Stjörnutreyjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fæddur árið 2003 og á að baki 27 leiki fyrir yngri landsliðin.
Fæddur árið 2003 og á að baki 27 leiki fyrir yngri landsliðin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég held við getum ráðist á þennan titil. Við erum með mjög sterkan hóp, erum í góðu standi og ef við stöndum okkur vel þá er allt hægt'
'Ég held við getum ráðist á þennan titil. Við erum með mjög sterkan hóp, erum í góðu standi og ef við stöndum okkur vel þá er allt hægt'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Óli Valur Ómarsson sneri aftur til Stjörnunnar frá sænska félaginu Sirius í síðasta mánuði. Bakvörðurinn kemur á láni frá Sirius út tímabilið.

„Það er mjög gott að vera kominn til baka. Síðustu mánuðir hafa verið fínir, byrjaði undirbúningstímabilið með Sirius og meiðist síðan. Þá var vitað að ég yrði frá í u.þ.b. þrjár vikur og ákveðið að byrja að skoða og leita að láni. Þá var Stjarnan besti kosturinn. Þetta tókst smá tíma, búinn að vera mikið meiddur, en gott að vera kominn," sagði Óli Valur við Fótbolta.net í dag.

Hann kom einungis við sögu í tveimur leikjum á síðasta tímabili og var ekki sáttur með sitt hlutverk.

„Það var alveg hugsað strax eftir síðasta tímabil og samtalið tekið. Síðan var ákveðið að ég myndi byrja undirbúningstímabilið og sjá svo hvað myndi gerast."

„Það var eitthvað skoðað að ég færi á láni innan Svíþjóðar, það hefði þá verið beint eftir síðasta tímabil, en það varð ekkert úr því."

„Já, ég var strax spenntur þegar Stjarnan varð möguleiki. Ég elska Stjörnuna og mjög gott að þeir vildu fá mig. Það er geðveikt að koma aftur inn í hópinn, geggjuð stemning og menn eru peppaðir fyrir mótinu. Ég held að við getum gert enn betri hluti en í fyrra, stemningin er sú langbesta sem ég hef verið í og ég held að við getum gert góða hluti í sumar."


Þægilegt að vera kominn heim
Hvernig líður þér með að vera kominn aftur til Íslands?

„Það er mjög fínt. Það er erfitt að vera úti, átti kannski ekki besta tímann úti, sérstaklega í fyrra, þannig það er mjög þægilegt að vera kominn heim og ég er spenntur fyrir tímabilinu."

Ertu eitthvað að hugsa um framtíðina, eiga gott tímabil og svo gerist eitthvað í kjölfarið?

„Ég er ekki mikið að hugsa þannig. Ég er kominn heim, ætla koma mér í stand og síðan sjáum við hvað gerist."

Mikil samkeppni
Óli Valur er bjartur fyrir komandi tímabili hjá Stjörnunni. „Ég held við getum ráðist á þennan titil. Við erum með mjög sterkan hóp, erum í góðu standi og ef við stöndum okkur vel þá er allt hægt."

Hann er á leið í samkeppni við Heiðar Ægisson og Andra Adolphsson um mínútur í hægri bakverðinum.

„Heiðar var drullugóður í fyrra og Andri Adolphs er líka búinn að spila á undirbúningstímabilinu og svona. Við sjáum hvernig það fer. Þeir eru báðir mjög góðir og við þurfum bara að sjá hvað gerist."

Voru einhverjir aðrir kostir á Íslandi í boði? „Nei." Ef það hefði verið í boði, hefðir þú bara sagt nei? „Já, ég held það," sagði Óli Valur og hló.

Hann finnur breytingu á sér sem leikmanni eftir eitt og hálft ár í Svíþjóð. „Núna er ég vanur aðeins hærra tempói og orðinn fljótari að taka ákvarðanir."

Mikill spenningur
Óli Valur gat ekki verið með U21 landsliðinu í leiknum gegn Tékklandi á dögunum. „Ég er að koma til baka, er að vonast til að ná góðri viku núna og vera klár í leikinn (gegn Víkingi) um helgina."

„Það er geggjað að mótið sé að byrja, mikið umtal um deildina, mikill spenningur fyrir deildinni og ég er ekkert eðlilega spenntur."


Mikið tempó og leikgleði
Finnst þér Stjörnuliðið vera betra en þegar þú fórst út sumarið 2022?

„Já, ég myndi segja það. Við sjáum hvernig við enduðum í fyrra, (vorum) geðveikir. Það er klárlega skref upp á við frá því að ég fór. Það var skemmtilegast að sjá tempóið, leikgleiðina og sjá strákana sem ég þekki spila. Mér fannst eiginlega allt (skemmtilegt við að horfa á liðið í fyrra)," sagði Óli Valur að lokum.

Hægt er að horfa á viðtalið í spilaranum efst
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner