Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   fim 03. apríl 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Kvenaboltinn Icelandair
watermark Gæti spilað sinn 15. landsleik á morgun.
Gæti spilað sinn 15. landsleik á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Af æfingu íslenska liðsins á þriðjudag.
Af æfingu íslenska liðsins á þriðjudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn á föstudaginn leggst mjög vel í mig, við erum mjög spenntar," segir Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í viðtali við Fótoblta.net.

Ísland tekur á móti Noregi á Þróttarvelli klukkan 16:45 á morgun. Leikurinn er liður í 3. umferð riðlakeppninnar í Þjóðadeildinni.

„Við vitum að við getum pressað og sótt hátt. Það verður gaman að sjá á föstudaginn, þið verðið öll að mæta á leikinn til að sjá! Þær eru með brjálaða pressu og mikil læti, en það skemmtilega við það er að við trompum það. Það er að sjálfsögðu mikilvægt að það verði góð stemning, við Íslendingar sköpum hana sjálf, ég held það verði mjög góð mæting og brjáluð stemning."

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði liðsins, verður ekki með í leikjunum tveimur sem spilaðir eru í þessum landsleikjaglugga en hún glímir við meiðsli á hné.

„Að sjálfsögðu er mikill missir að vera ekki með Glódísi, en samt sem áður kemur bara maður í manns stað. Við ætlum bara að spila fyrir Glódísi og gera hana stolta."

Andrea Rán sneri aftur í landsliðshópinn í febrúar eftir að hafa ekki verið valin síðan haustið 2021.

„Það er mjög gaman að vera komin aftur og ég er mjög stolt að vera hérna. Það kom á óvart og kom ekki á óvart. Ég held ég hafi verið komin með það hugarfar að það sem gerist gerist og ég mun alltaf halda því áfram sem ég er að gera. Ef maður heldur áfram, þá kemur eitthvað gott úr því."

Hefur það alltaf verið á bakvið eyrað á þér að landsliðskallið gæti komið?

„Já, en aftur á móti er maður aldrei að búast við því. Samt sem áður spilar maður þannig að kallið gæti komið, þannig að mótlætið styrkir mann," sagði Andrea Rán. Hún er 29 ára miðjumaður og ef hún kemur við sögu á morgun verður það hennar 15. landsleikur.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir