Arsenal hefur áhuga á Barcola - Mbeumo færist nær Man Utd - Konate hafnaði tilboði Liverpool
Sigurður Egill: Mjög ánægður og stoltur með það
Túfa um Patrick Pedersen: Hann þarf að hlusta meira á mig
Sigurjón Rúnarsson: Aldrei víti segir nýútskrifaði fasteignasalinn
Óskar Hrafn skýtur á Túfa: Gerðu enga tilraun að spila fótbolta
Dóri Árna: 11 manna blokk og sparkað í menn frá fyrstu mínútu
Láki: Þetta var mjög skrítinn leikur
Maggi: Ef þú ferð að einbeita þér að töflunni þá fer allt í köku
Rúnar Kristins: Hann hendir sér niður og tryggir liðinu sínu stig
Alex Freyr: Vonsvikinn með eigin frammistöðu og liðsins
Mosfellingar létu vel í sér heyra í Eyjum - „Besti bærinn á jörðinni"
Jökull: Það eru ekki margir með hærra fótbolta IQ en hann
Deano eftir erfiða viku: Sest niður og sé hvað framtíðin býður upp á
Ómar Björn: Hann var frábær þjálfari, ég get þakkað honum fyrir fullt
Árni Snær: Þetta eru bara geggjaðir gæjar
Gylfi Þór: Komumst ekki ofar eins og er
Hallgrímur Jónasson: Gat ekki beðið um meira frá strákunum
Sölvi Geir: Koma norður, taka þrjú stig og drulla okkur aftur heim
„Mjög sérstakt að öll orka hafi farið í að kenna Ívari hvernig á að spila í Boganum"
Þurfti að kenna Ívari Orra regluna - „Hann breytti því bara í hálfleik sem mér fannst bara fínt"
Jóhann Birnir: Heilt yfir fannst mér við vera ofan á
   fim 03. apríl 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Kvenaboltinn Icelandair
Gæti spilað sinn 15. landsleik á morgun.
Gæti spilað sinn 15. landsleik á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Af æfingu íslenska liðsins á þriðjudag.
Af æfingu íslenska liðsins á þriðjudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn á föstudaginn leggst mjög vel í mig, við erum mjög spenntar," segir Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir í viðtali við Fótoblta.net.

Ísland tekur á móti Noregi á Þróttarvelli klukkan 16:45 á morgun. Leikurinn er liður í 3. umferð riðlakeppninnar í Þjóðadeildinni.

„Við vitum að við getum pressað og sótt hátt. Það verður gaman að sjá á föstudaginn, þið verðið öll að mæta á leikinn til að sjá! Þær eru með brjálaða pressu og mikil læti, en það skemmtilega við það er að við trompum það. Það er að sjálfsögðu mikilvægt að það verði góð stemning, við Íslendingar sköpum hana sjálf, ég held það verði mjög góð mæting og brjáluð stemning."

Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði liðsins, verður ekki með í leikjunum tveimur sem spilaðir eru í þessum landsleikjaglugga en hún glímir við meiðsli á hné.

„Að sjálfsögðu er mikill missir að vera ekki með Glódísi, en samt sem áður kemur bara maður í manns stað. Við ætlum bara að spila fyrir Glódísi og gera hana stolta."

Andrea Rán sneri aftur í landsliðshópinn í febrúar eftir að hafa ekki verið valin síðan haustið 2021.

„Það er mjög gaman að vera komin aftur og ég er mjög stolt að vera hérna. Það kom á óvart og kom ekki á óvart. Ég held ég hafi verið komin með það hugarfar að það sem gerist gerist og ég mun alltaf halda því áfram sem ég er að gera. Ef maður heldur áfram, þá kemur eitthvað gott úr því."

Hefur það alltaf verið á bakvið eyrað á þér að landsliðskallið gæti komið?

„Já, en aftur á móti er maður aldrei að búast við því. Samt sem áður spilar maður þannig að kallið gæti komið, þannig að mótlætið styrkir mann," sagði Andrea Rán. Hún er 29 ára miðjumaður og ef hún kemur við sögu á morgun verður það hennar 15. landsleikur.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner