mán 03. maí 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hann myndi hjálpa okkur mikið"
Nissen
Nissen
Mynd: OB
Arnar á hliðarlínunni í gær
Arnar á hliðarlínunni í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daninn Rasmus Nissen var á Íslandi á dögunum og skoraði þrennu fyrir Víking gegn HK í æfingaleik fyrir Íslandsmót. Hann var á reynslu hjá Víkingi en fór svo aftur til síns heima í Danmörku.

Nissen er sóknarmaður sem einnig getur spilað á vængnum. Hann verður tvitugur í sumar.

Fréttaritari spurði Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, út í Nissen í dag.

„Ég ætla að heyra í honum, þegar hann kemur á reynslu þá var það ekki bara við að skoða hann heldur hann að skoða okkur líka. Svo fer hann út og talar við sitt fólk og skoðar sína möguleika."

„Ég vonast eftir því að klára þetta því hann myndi hjálpa okkur mikið. Hann er á þriggja ára samningi hjá OB og myndi alltaf vera lánssamningur, allavega til að byrja með,"
sagði Arnar.

Þarf Víkingur að fá inn leikmann fyrir gluggalok?

„Þegar Kwame, Kári og Ingvar koma inn þá erum við alveg með fínasta hóp og ég tala nú ekki um ef Rasmus bætist við, þá yrðum við gríðarlega sáttir. Þá værum við með marga ólíka leikmenn og gott jafnvægi á hópnum."

„Þetta er rosalega stíft spilað og leikurinn í gær var erfiður, allir leikirnir verða svona. Þó þetta lúkki vel núna þá þarf ekki nema einn eða tveir að detta út og þá væri hópurinn gjörbreyttur. Við þjálfararnir viljum hafa hópinn sem strerkastan, sama hvort að leikmenn séu að væla hvort þeir spili eða ekki,"
sagði Arnar.

Víkingur lagði í gær Keflavík í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar. Sölvi Geir Ottesen skoraði eina mark leiksins.
Arnar Gunnlaugs: Sölvi hefur það aldrei gott í skrokknum
Athugasemdir
banner
banner