Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 03. maí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mist Funadóttir lánuð í HK (Staðfest)
Mynd: Bernhard Kristinn
HK hefur styrkt sig fyrir komandi tímabil í 1. deild kvenna. Hin efnilega Mist Funadóttir er gengin í raðir félagsins á láni frá Þrótti Reykjavík.

Mist er fædd árið 2003 og þykir gríðarlega efnileg.

Þrótti var spáð sjötta sæti í Pepsi Max-deild kvenna í sumar en í umfjöllun um liðið talaði Jóhann Kristinn Gunnarsson, sérfræðingur Fótbolta.net, um Mist sem leikmann sem ætti að fylgjast með í sumar.

„Hin fljóta og efnilega Mist Funadóttir er fædd 2003 og á eftir að vekja athygli í sumar," sagði Jóhann Kristinn.

Mist mun fá reynslu í 1. deildinni í sumar en þar eru HK nýliðar. Hún spilaði sinn fyrsta leik fyrir HK í 2-0 tapi gegn KR í Mjólkurbikarnum á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner