
„Tilfinningin er mjög góð að mæta aftur á Kópavogsvöll og halda hreinu það er alltaf jafn skemmtilegt." sagði Telma Ívarsdóttir, markmaður Breiðablik sem gékk til liðs við Breiðablik á dögunum að láni frá Rangers í Skotlandi en Breiðablik vann 4-0 sigur á Víking Reykjavík á Kópavogsvelli í dag.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 Víkingur R.
„Síðustu dagar eru nú bara búnir að vera mjög mikið chill ef ég á að vera hreinskilin, koma heim og hitta fjölskyldu og vini og mæta á æfingar auðvitað en þetta kom bara þannig til að markmaðurinn Katherine Devine meiddist og Rangers spurði hvort ég vildi fara og spila eða ekki, þetta var bara svona undir mér komið þannig ég hugsa að besta fyrir mig í þessari stöðu útaf EM í sumar er að koma heim og fá smá spilatíma áður en maður myndi fara á EM."
Breiðablik er með fullt hús á heimavelli og hafa unnið alla þrjá sína heimaleiki stórt og það er nokkuð ljóst að liðinu líður vel heimavelli í Kópavogi.
„Það er alltaf gott að vera í Kópavogi og ég held að eins og þú segir okkur líður vel rosalega vel þegar við eigum heimaleiki og við sýnum það með frammistöðu þannig við þurfum bara að halda því áfram þangað til þessi pása kemur."