Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 03. júní 2020 10:00
Elvar Geir Magnússon
Sancho til Real Madrid á næsta ári?
Jadon Sancho.
Jadon Sancho.
Mynd: Getty Images
Spænskir fjölmiðlar segja að Real Madrid sé tilbúið að kaupa Jadon Sancho, sóknarleikmann Borussia Dortmund, á næsta ári ef leikmaðurinn færir sig ekki um set í sumar.

Sancho er tvítugur og hefur verið magnaður í þýsku Bundesligunni á þessu tímabili. Hann skoraði þrennu í 6-1 bursti gegn Paderborn á sunnudaginn og er kominn með 17 mörk og 16 stoðsendingar á tímabilinu.

Sagt er að Manchester United, Liverpool og Chelsea íhugi öll að gera 100 milljóna punda tilboð.

Heimsfaraldurinn hefur hinsvegar sett óvissustrik í reikninginn og AS segir að Real Madrid hyggist gera tilboð sumarið 2021.

Zinedine Zidane vill nýjan sóknarleikmann og ljóst að það yrði erfitt fyrir Sancho að segja nei við Real Madrid ef sá möguleiki býðst.

United er enn talið líklegast enskra liða til að fá Sancho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner