Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
banner
   lau 03. júní 2023 15:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man City aftur komið með forystuna - De Gea harðlega gagnrýndur
Mynd: Getty Images

Manchester City er búið að endurheimta forystuna gegn Manchester United en það var Ilkay Gundogan sem skoraði aftur.


Hann kom liðinu yfir eftir 13 sekúndur í fyrri hálfleik en Bruno Fernandes jafnaði metin úr vítaspyrnu eftir hálftíma leik.

Gundogan var aftur á ferðinni eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik. Hann fékk boltann fyrir utan teig og tók skotið í fyrsta, rétt eins og hann gerði í fyrra markinu.

David De Gea markvörður Manchester United var með hendur á boltanum en náði ekki að halda boltanum fyrir utan markið. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur á Twitter eftir markið.Athugasemdir
banner
banner
banner