Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   lau 03. júní 2023 22:40
Brynjar Ingi Erluson
Réðst á heitasta stuðningsmann Ronaldo á Wembley
IShowSpeed
IShowSpeed
Mynd: Instagram
Bandaríska Youtube-stjarnan, IShowSpeed, fékk ekki að njóta sín á leik Manchester City og Manchester United er liðin mættust á Wembley í úrslitaleik enska bikarsins í dag.

IShowSpeed er einn sá allra vinsælasti í geiranum en hann er þekktur fyrir streymi sín á Youtube, Twitch og fleiri streymisveitum.

Hann er þá einn og ef ekki stærsti aðdáandi portúgalska fótboltamannsins Cristiano Ronaldo og hefur meðal annars ferðast frá Bandaríkjunum til þess eins að hitta átrúnaðargoð sitt en hann heldur áfram að styðja við United þó Ronaldo sé farinn.

Bandaríkjamaðurinn var á Wembley í dag til að styðja United en hann varð fyrir fólskulegri árás frá stuðningsmanni Manchester City er hann reyndi að njóta leiksins.

Stuðningsmaðurinn sló til hans áður en lífvörður IShowSpeed tók manninn í jörðina. Allt þetta gerðist í beinu streymi kappans og má sjá myndband af þessu hér fyrir neðan.


Athugasemdir