Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 03. júlí 2019 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Rabiot skýtur á PSG: Þetta er skref upp á við
Adrien Rabiot heldur sama treyjunúmeri en hér er hann ásamt Pavel Nedven og Fabio Paratici
Adrien Rabiot heldur sama treyjunúmeri en hér er hann ásamt Pavel Nedven og Fabio Paratici
Mynd: Heimasíða Juventus
Franski miðvallarleikmaðurinn Adrien Rabiot gekk formlega til liðs við ítalska félagið Juventus í gær en hann kemur á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain.

Saga Rabiot hjá PSG er furðuleg en hann tilkynnti PSG að hann ætlaði ekki að framlengja við félagið undir lok síðasta árs og var svo meinað að spila með liðinu það sem eftir var af tímabilinu.

Hann fékk ekki að æfa með aðalliðinu og óhætt að segja að hann hafi verið settur í frystikistuna.

Hann fór í viðræður við Juventus og skrifaði undir hjá félaginu í gær en Juventus borgaði ekki krónu fyrir hann. Rabiot vandaði PSG ekki kveðjurnar í gær og ákvað að skjóta aðeins á klúbbinn.

„Juve er frábært félag, með mikla sögu og afar þekkt um alla Evrópu. Það er mín skoðun og með fullri virðingu en þá er þetta skref upp á við frá PSG," sagði Rabiot.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner