Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   lau 30. ágúst 2025 22:25
Ívan Guðjón Baldursson
Bjóða 47 milljónir í Lucas Paquetá
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Aston Villa vill kaupa brasilíska miðjumanninn Lucas Paquetá úr röðum West Ham United og hefur lagt fram 47 milljón punda tilboð í leikmanninn. Hann myndi koma á lánssamningi með kaupskyldu.

Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá þessu en Graham Potter þjálfari West Ham vill alls ekki missa Brasilíumanninn úr leikmannahópnum.

Paquetá er 28 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður með tvö ár eftir af samningi sínum við West Ham.

Hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins eftir að hafa verið keyptur fyrir rúmlega 50 milljónir punda sumarið 2022.

Paquetá hefur verið lykilmaður í liði Hamranna frá komu sinni til félagsins en hann hafði áður leikið fyrir Lyon, AC Milan og Flamengo.

Hann er búinn að skora tvö mörk í þremur leikjum á nýju tímabili í enska boltanum, eftir að hafa aðeins skorað 5 mörk á síðustu leiktíð.

Paquetá hefur skorað 11 mörk í 55 landsleikjum með Brasilíu.

West Ham hefur farið hrikalega illa af stað undir stjórn Graham Potter á nýju tímabili og er liðið án stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni.

Hamrarnir eru auk þess dottnir úr leik í deildabikarnum eftir tap gegn Wolves.
Athugasemdir
banner