Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   lau 30. ágúst 2025 21:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pólland
Andri Lucas búinn í læknisskoðun hjá Blackburn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen er samkvæmt heimildum Fótbolta.net búinn að standast læknisskoðun hjá enska félaginu Blackburn.

Hann er að ganga í raðir Blackburn, kemur frá belgíska félaginu Gent sem keypti hann frá Lyngby sumarið 2024. Kaupverðið er talið vera um 2 milljónir evra.

Andri var fyrr í sumar orðaður við Lech Poznan í Póllandi, Utrecht í Hollandi og Preston á Englandi.

Andri er 23 ára framherji sem verður með landsliðinu í komandi leikjum gegn Aserbaídsjan og Frakklandi í undankeppni HM. Þar verður einnig yngri bróðir hans, Daníel Tristan.

Hann verður annar Íslendingurinn til að spila fyrir Blackburn. Arnór Sigurðsson var leikmaður Blackburn í eitt og hálft tímabil áður en hann fór til Malmö fyrr á þessu ári.

Blackburn er með þrjú stig eftir fjórar umferðir í Championship deildinni.
Athugasemdir