Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   lau 30. ágúst 2025 21:06
Sigurjón Árni Torfason
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórsarar höfðu unnið fimm leiki í röð fyrir tapið á Selfossi.
Þórsarar höfðu unnið fimm leiki í röð fyrir tapið á Selfossi.
Mynd: Ármann Hinrik

Lestu um leikinn: Selfoss 3 -  2 Þór

Þór fór í heimsókn á Selfoss í dag á JÁVERK-völlinn í 20. umferð Lengjudeildar karla.

Þór hefur verið á mjög góðu skriði að undanförnu og var með fimm sigra í röð fyrir leikinn í dag, en lenti í basli á Selfossi og tapaði að lokum 3-2.

„Svekktur með daginn í dag bara frá A til Ö, það er svona sem stendur uppúr," sagði Sigurður Höskuldsson þjálfari Þórs svekktur að leikslokum.

Þórsarar byrjuðu leikinn vel en áttu erfitt uppdráttar í seinni hálfleik.

„Við verjumst illa gegn því sem þeir kasta á okkur og byrjum seinni hálfleikinn með alltof lágt tempó. Við erum steinsofandi þegar við komum út í seinni og gefum þeim gjörsamlega frumkvæðið í leiknum. Við vitum að þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og eru búnir að eiga flottar frammistöður. Þeir eru búnir að leggja sig fram og fengu innspítingu í Jóni Daða sem hefur fleytt einhverjum krafti í þá. Við leyfðum þeim að nýta þann kraft og keyra yfir okkur hér í byrjun seinni hálfleiks sem er hrikalega svekkjandi og ekki það sem við ætluðum okkur."

Einar Freyr Halldórsson er að fara í U19 ára verkefni og verður þar af leiðandi ekki með Þór gegn fjölni þann 6. september.

„Það var ekki í boði að vera að færa einn leik eitthvað til, við erum með nógu stóran hóp til að díla við þetta."

Einhver umræða hefur verið um hvort það ætti ekki að fresta eða færa leiki fyrir lið sem eru með leikmenn sem eru að fara í landsliðsverkefni.

„Mér hefur fundist eins og KSÍ hefði kannski átt að breyta mótinu í kringum þetta og færa alla leikina, ekki setja þetta í hendurnar á liðunum. En nei, nei. Ég er ekkert ósáttur við það."


Athugasemdir
banner