Chelsea hætti í dag við að senda Nicolas Jackson til FC Bayern á lánssamningi eftir að Liam Delap meiddist í sigri liðsins gegn Fulham.
30.08.2025 14:42
Mikið áfall fyrir Chelsea - Delap líklega frá næstu vikurrnar
Jackson er staddur í Þýskalandi þessa stundina og eru stjórnendur Bayern ekki sérlega hressir með þessa ákvörðun hjá Chelsea.
„Chelsea hefur tilkynnt okkur að þeir vilja fá leikmanninn sinn aftur til baka. Þeir segja þetta eftir að við höfðum náð samkomulagi í gær og við fengum grænt ljós fyrir læknisskoðun," sagði Max Eberl við Sky í Þýskalandi í kvöld.
„Núna er staðan þannig að strákurinn er staddur í München og við verðum að senda hann aftur til London. Þannig er staðan núna. Ég get ekki spáð fyrir um hvað gerist í framtíðinni."
Bayern hefur verið í leit að framherja í allt sumar. Þýskalandsmeisturunum mistókst að landa Nick Woltemade og núna gætu félagaskipti Nicolas Jackson einnig klúðrast.
30.08.2025 16:30
Chelsea hættir við að senda Jackson til Bayern
Athugasemdir