Julio Enciso, sóknarleikmaður Brighton, er á leið til Strasbourg þrátt fyrir meiðslavandræði sem virtust hafa sett félagaskiptin í hættu.
Strasbourg er að borga um 20 milljónir punda fyrir Enciso, sem gæti svo gengið í raðir Chelsea í framtíðinni þar sem félögin eru undir sama eignarhaldi.
Enciso er ekki partur af áformum Fabian Hürzeler þjálfara Brighton og var lánaður til Ipswich á seinni hluta síðustu leiktíðar.
Enciso er 21 árs gamall og skrifar undir fimm ára samning hjá Strasbourg.
„Þetta eru smávægileg meiðsli. Hann kom aftur til félagsins til að klára endurhæfinguna sína," sagði Hürzeler meðal annars.
Talið er að Strasbourg muni ganga frá félagaskiptunum fyrir gluggalok.
21.08.2025 22:00
Staðfestir viðræður Enciso við BlueCo
Athugasemdir