Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   lau 30. ágúst 2025 22:41
Ívan Guðjón Baldursson
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur gaf kost á sér í viðtali eftir slæman tapleik í fallbaráttu Lengjudeildarinnar.

Lestu um leikinn: Völsungur 2 -  0 Grindavík

Grindavík tapaði 2-0 gegn Völsungi á Húsavík og er aðeins einu stigi fyrir ofan fallsvæðið þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið á eftir að spila við toppbaráttulið ÍR og Njarðvíkur í tveimur síðustu umferðunum.

„Mér fannst þetta vera nokkuð jafn leikur bara fram og til baka og ágætis skemmtun, en fyrstu tvö skot Völsungs fara inn í markið okkar. Á sama tíma höfum við tonn af skallafærum og fullt af möguleikum til þess að skora en allt kemur fyrir ekki þannig að ég er svekktur. Þeir skapa sér einhver færi hérna í blálokin þegar við erum komnir allir fram en þeir komust í 2-0 úr tveimur hálffærum og það er blóðugt," sagði Halli að leikslokum.

„Völsungar fóru ekki yfir miðju í eitthvað korter þarna eftir fyrsta markið. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að gera eitthvað meira úr því. Að einhverju leyti verjast þeir bara vel en ég er hundsvekktur að hafa ekki skorað mörk í þessum leik og að hafa fengið tvö mörk á okkur í þessum leik finnst mér vera rannsóknarefni.

„Við horfum bara á næsta leik í þessu og við vitum það að við þurfum fleiri stig. Við erum ekki með stigafjölda sem dugar okkur þánnig við verðum að láta þetta gerast. Við eigum ÍR heima í næsta leik og við þurfum bara að vera klárir í hann. Við spiluðum að mörgu leyti vel í dag og getum byggt helling á því, en það er orðið þreytandi hvað við lekum mikið af mörkum og hvað þarf lítið til svo að við fáum á okkur mark. Ég er að óska eftir því frá mínum mönnum að vera sterkari í báðum teigunum."


Tveimur leikmönnum Grindavíkur var skipt af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Þeir hafa báðir verið að glíma við meiðsli að undanförnu og telur Halli ekki að um alvarleg meiðsli sé að ræða.
Athugasemdir
banner
banner