Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   lau 30. ágúst 2025 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Howe: Woltemade fullkominn fyrir okkur
Mynd: Newcastle
Eddie Howe þjálfari Newcastle er í skýjunum með nýjan framherja félagsins, Nick Woltemade.

Newcastle keypti Woltemade fyrir metfé í dag og gæti hann leyst Alexander Isak af hólmi í fremstu víglínu, eða barist við hann um byrjunarliðssæti.

„Við erum í sjöunda himni með þessi félagaskipti. Nick er nákvæmlega sú týpa af framherja sem við höfum verið að leita að," sagði Howe eftir að Woltemade var tilkynntur sem nýr leikmaður.

„Hann er öflugur á ýmsum sviðum. Hann er með frábæra tækni og er búinn að sanna sig í einni af sterkustu deildum evrópska boltans, en hann er líka á þeim aldri að hann mun geta þroskast mikið og bætt leik sinn hérna með okkur.

„Við erum virkilega ánægðir með að bjóða Nick velkominn til félagsins. Hann er með frábæran persónuleika, hann er flottur náungi og mjög vinalegur. Vonandi getur hann skorað helling af mörkum fyrir okkur."


En opnar þetta dyrnar fyrir brottför Alexander Isak sem er eftirsóttur af Englandsmeisturum Liverpool?

„Ég hef ekki hugmynd um það. Ég tengist þeim málum ekki neitt."

Woltemade var ekki í hóp þegar Newcastle gerði markalaust jafntefli við Leeds í dag en verður eflaust með eftir landsleikjahlé.

   30.08.2025 10:24
Woltemade til Newcastle fyrir metfé (Staðfest)

Athugasemdir
banner
banner