Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 03. ágúst 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Inzaghi: Ronaldo og Messi láta okkur Raúl líta illa út
Mynd: Getty Images
Filippo Inzaghi hefur fengið mikið lof fyrir starf sitt við stjórnvölinn hjá Benevento, sem rúllaði yfir Serie B deildina á tímabilinu.

Inzaghi var í samtali við La Gazzetta dello Sport þegar talið barst að hvatningartækni hans og æfingaraðferðum.

„Ég nota Cristiano vanalega sem dæmi í búningsklefanum. Vinnusemin hans er engu lík," sagði Inzaghi.

„En ég er smá ósáttur með hann og Messi. Þökk sé þeim lítur út fyrir að við Raúl höfum skorað lítið af mörkum í Evrópukeppnum."

Inzaghi var markahæsti leikmaður í sögu Evrópukeppna á sínum tíma, með 70 mörk í 115 leikjum.

Síðan þá hafa Ronaldo og Messi tekið framúr honum, þar sem Ronaldo er með 129 mörk í Meistaradeildinni og Messi 114. Raúl kemur í þriðja sæti með 80 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner