Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
banner
   mið 03. ágúst 2022 22:16
Arnar Laufdal Arnarsson
Nonni Sveins: Tvö stig töpuð klárlega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Já góður leikur sammála því, hundsvekktur að hafa ekki náð að klára leikinn og missa þetta niður í jafntefli í lok leiks. Þurftum að gera skiptingu mínútu áður en að hornið kemur, kannski vorum við ekki klárir þegar hornið kemur og þeir jafna leikinn. Frábær spyrna og góður skalli þannig kannski ekki mikið við því að gera en fúlt að hafa ekki klárað þetta" Sagði Jón Sveinsson þjálfari Framara eftir 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í 15. umferð Bestu deildar karla.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 Stjarnan

Var þetta 1 stig fengið eða 2 stig töpuð í kvöld að mati Jóns?

"Tvö stig töpuð klárlega, eftir að við komumst yfir svona síðasta korterið í fyrri var sá kafli Stjörnunnar sem þeir náðu að pressa okkur hvað mest og héldu okkur smá niðri en mér fannst lengst af í seinni hálfleiknum við hafa öll tök á leiknum og ég er mjög svekktur að hafa ekki náð þriðja markinu og klárað því ég held að það hafi dugað til"

"Við vitum það alveg og Stjarnan hefur sínt það í sumar að þeir eru alltaf líklegir til þess að skora mörk og þú þarft að vera á tánum í 90. mínútur til þess að halda þá út og því miður þá ná þeir þessu jöfnunarmarki og við fáum bara eitt stig fyrir vikið"

Eftir að hafa unnið ÍA 0-4 á útivelli í síðustu umferð þurfti Nonni að gera þrjár breytingar frá sigurliðinu upp á Skaga.

"Já auðvitað viltu ekki gera miklar breytingar þegar þú ert á svona "run-i" en svona er þetta en við erum með stóran og breiðan hóp og það komu menn inn sem skiluðu góðri frammistöðu þannig við þurfum ekkert að kvíða því þótt það sé einn og einn leikmaður meiddur eða í banni. Við leysum þetta alveg en viljum kannski hafa of miklar róteringar milli leikja"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Nonni ræðir meðbyrinn sem er með Fram núna og fræga málið hvað varðar Brynjar Gauta.
Athugasemdir