Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   mið 03. ágúst 2022 22:16
Arnar Laufdal Arnarsson
Nonni Sveins: Tvö stig töpuð klárlega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Já góður leikur sammála því, hundsvekktur að hafa ekki náð að klára leikinn og missa þetta niður í jafntefli í lok leiks. Þurftum að gera skiptingu mínútu áður en að hornið kemur, kannski vorum við ekki klárir þegar hornið kemur og þeir jafna leikinn. Frábær spyrna og góður skalli þannig kannski ekki mikið við því að gera en fúlt að hafa ekki klárað þetta" Sagði Jón Sveinsson þjálfari Framara eftir 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í 15. umferð Bestu deildar karla.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 Stjarnan

Var þetta 1 stig fengið eða 2 stig töpuð í kvöld að mati Jóns?

"Tvö stig töpuð klárlega, eftir að við komumst yfir svona síðasta korterið í fyrri var sá kafli Stjörnunnar sem þeir náðu að pressa okkur hvað mest og héldu okkur smá niðri en mér fannst lengst af í seinni hálfleiknum við hafa öll tök á leiknum og ég er mjög svekktur að hafa ekki náð þriðja markinu og klárað því ég held að það hafi dugað til"

"Við vitum það alveg og Stjarnan hefur sínt það í sumar að þeir eru alltaf líklegir til þess að skora mörk og þú þarft að vera á tánum í 90. mínútur til þess að halda þá út og því miður þá ná þeir þessu jöfnunarmarki og við fáum bara eitt stig fyrir vikið"

Eftir að hafa unnið ÍA 0-4 á útivelli í síðustu umferð þurfti Nonni að gera þrjár breytingar frá sigurliðinu upp á Skaga.

"Já auðvitað viltu ekki gera miklar breytingar þegar þú ert á svona "run-i" en svona er þetta en við erum með stóran og breiðan hóp og það komu menn inn sem skiluðu góðri frammistöðu þannig við þurfum ekkert að kvíða því þótt það sé einn og einn leikmaður meiddur eða í banni. Við leysum þetta alveg en viljum kannski hafa of miklar róteringar milli leikja"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem Nonni ræðir meðbyrinn sem er með Fram núna og fræga málið hvað varðar Brynjar Gauta.
Athugasemdir
banner
banner