Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 03. september 2020 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Metzelder ákærður fyrir barnaklám - Með 30 myndir í símanum
Metzelder spilaði 47 landsleiki fyrir Þýskaland.
Metzelder spilaði 47 landsleiki fyrir Þýskaland.
Mynd: Getty Images
Christoph Metzelder, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands og leikmaður Dortmund, Real Madrid og Schalke, hefur verið ákærður fyrir að dreifa barnaklámi eftir eins árs rannsókn.

Samkvæmt FOCUS og Bild var Metzelder, sem verður fertugur í byrjun nóvember, með 30 nektarmyndir af stelpum undir lögaldri í símanum. Hann sendi fimm myndanna áfram til vinar sins.

Umræddur vinur er af ýmsum fjölmiðlum talinn vera fyrrum kærasta Metzelder í Þýskalandi, sem er sögð hafa farið með myndirnar til lögreglu.

Málið komst upp fyrir rúmu ári síðan og var Metzelder á miðju þjálfaranámskeiði þegar lögreglan framkvæmdi handtökuna. Tölva varnarmannsins fyrrverandi og sími voru gerð upptæk og þá gerði lögregla húsleit hjá honum.

Metzelder var ekki handtekinn í kjölfarið en rannsókn var sett af stað og er niðurstaðan sú að hann verður ákærður fyrir vörslu og dreifingu á barnaklámi.

Sjá einnig:
Fyrrum leikmaður Real Madrid sakaður um að dreifa barnaklámi
Athugasemdir
banner
banner
banner