Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   mán 03. október 2022 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Leicester og Forest: Maddison fær tíu
Mynd: EPA
Mynd: EPA

James Maddison var óumtvíræddur maður leiksins er Leicester rúllaði yfir Nottingham Forest í botnslag ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.


Maddison skoraði tvö og gaf eina stoðsendingu í 4-0 sigri sem gerði Leicester kleift að jafna Forest á stigum. Núna deila liðin botnsætinu en lærisveinar Brendan Rodgers stefna beinustu leið af fallsvæðinu eftir hörmulega byrjun á tímabili.

Sky Sports gefur Maddison hvorki meira né minna en 10 í einkunn fyrir sinn þátt í sigrinum. Hann var óaðfinnanlegur og algjörlega ástæðan fyrir sigri heimamanna.

Harvey Barnes, Youri Tielemans, Wout Faes og Kiernan Dewsbury-Hall fá 8 í einkunn fyrir sinn þátt í sigrinum.

Leicester: Ward (7), Justin (7), Faes (8), Evans (7), Castagne (7), Ndidi (7), Tielemans (8), Dewsbury-Hall (8), Barnes (8), Maddison (10), Vardy (7).
Varamenn: Soumare (6), Daka (7)

Forest: Henderson (6), Williams (6), Cook (6), McKenna (6), Lodi (6), O'Brien (6), Kouyate (6), Gibbs-White (6), Lingard (6), Johnson (6), Awoniyi (6).
Varamenn: Freuler (6), Yates (6), Aurier (6), Dennis (5), Mangala (6)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
6 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
10 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
11 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
12 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
15 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner