Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   mið 03. nóvember 2021 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Kristófer: Geggjað að vera kominn í stærsta klúbb á Íslandi
Aron Kristófer Lárusson
Aron Kristófer Lárusson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Kristófer Lárusson var kynntur sem nýr leikmaður KR á mánudag. Aron kemur frá ÍA þar sem hann hefur leikið síðustu ár.

Aron var samningslaus og kemur á frjálsri sölu í Vesturbæinn. Aron er 23 ára vinstri bakvörður.

„Það er geggjað, heiður að þeir hafi haft áhuga á að fá mig í raðir sínar. Það er geggjað að vera kominn í stærsta klúbb á Íslandi," sagði Aron Kristófer.

„Þetta gerðist stuttu eftir bikarúrslitaleikinn með ÍA. KR hafði samband og það gekk allt mjög fínt upp, náðum alveg mjög vel saman. Þetta gerðist allt mjög fljótt. Ég var búinn að heyra eitthvað en var bara nýlega byrjaður að skoða í kringum mig þegar þetta kemur upp og þá var ég eiginlega bara búinn að ákveða mig."

Aron segir það alveg hafa komið til greina að vera áfram hjá ÍA en hann hafi tekið ákvörðun um að halda áfram.

Það finnst mörgum það talsvert óvænt að Aron sé kominn í KR. Kemur það sjálfum þér á óvart? „Eins og ég segi að heyra af áhuga frá KR er heiður og krefjandi verkefni. Ég horfi á þetta sem góðan glugga til að bæta mig sem leikmann og hjálpa liðinu eins og ég get."

Aron kom til ÍA um mitt sumar 2019 frá uppeldisfélagi sínu Þór. „Tíminn var upp og niður eins og flest öll verkefni. Ég klárlega lærði mjög margt og bætti mig sem leikmann. Þetta voru mjög fín tvö og hálft ár upp á Skaga."

Hann var spurður út í Kristinn Jónsson og hvað honum finnst hann þurfa að bæta í sínum leik. Hann ræddi einnig um tíma sinn hjá Þór, pabba sinn, afa sinn, að spila undir stjórn pabba síns og að deila búningsklefa aftur með Atla Sigurjónssyni. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum.
Athugasemdir
banner