Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 03. nóvember 2021 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Kristófer: Geggjað að vera kominn í stærsta klúbb á Íslandi
Aron Kristófer Lárusson
Aron Kristófer Lárusson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Kristófer Lárusson var kynntur sem nýr leikmaður KR á mánudag. Aron kemur frá ÍA þar sem hann hefur leikið síðustu ár.

Aron var samningslaus og kemur á frjálsri sölu í Vesturbæinn. Aron er 23 ára vinstri bakvörður.

„Það er geggjað, heiður að þeir hafi haft áhuga á að fá mig í raðir sínar. Það er geggjað að vera kominn í stærsta klúbb á Íslandi," sagði Aron Kristófer.

„Þetta gerðist stuttu eftir bikarúrslitaleikinn með ÍA. KR hafði samband og það gekk allt mjög fínt upp, náðum alveg mjög vel saman. Þetta gerðist allt mjög fljótt. Ég var búinn að heyra eitthvað en var bara nýlega byrjaður að skoða í kringum mig þegar þetta kemur upp og þá var ég eiginlega bara búinn að ákveða mig."

Aron segir það alveg hafa komið til greina að vera áfram hjá ÍA en hann hafi tekið ákvörðun um að halda áfram.

Það finnst mörgum það talsvert óvænt að Aron sé kominn í KR. Kemur það sjálfum þér á óvart? „Eins og ég segi að heyra af áhuga frá KR er heiður og krefjandi verkefni. Ég horfi á þetta sem góðan glugga til að bæta mig sem leikmann og hjálpa liðinu eins og ég get."

Aron kom til ÍA um mitt sumar 2019 frá uppeldisfélagi sínu Þór. „Tíminn var upp og niður eins og flest öll verkefni. Ég klárlega lærði mjög margt og bætti mig sem leikmann. Þetta voru mjög fín tvö og hálft ár upp á Skaga."

Hann var spurður út í Kristinn Jónsson og hvað honum finnst hann þurfa að bæta í sínum leik. Hann ræddi einnig um tíma sinn hjá Þór, pabba sinn, afa sinn, að spila undir stjórn pabba síns og að deila búningsklefa aftur með Atla Sigurjónssyni. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum.
Athugasemdir
banner