Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 03. nóvember 2021 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Kristófer: Geggjað að vera kominn í stærsta klúbb á Íslandi
Aron Kristófer Lárusson
Aron Kristófer Lárusson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Kristófer Lárusson var kynntur sem nýr leikmaður KR á mánudag. Aron kemur frá ÍA þar sem hann hefur leikið síðustu ár.

Aron var samningslaus og kemur á frjálsri sölu í Vesturbæinn. Aron er 23 ára vinstri bakvörður.

„Það er geggjað, heiður að þeir hafi haft áhuga á að fá mig í raðir sínar. Það er geggjað að vera kominn í stærsta klúbb á Íslandi," sagði Aron Kristófer.

„Þetta gerðist stuttu eftir bikarúrslitaleikinn með ÍA. KR hafði samband og það gekk allt mjög fínt upp, náðum alveg mjög vel saman. Þetta gerðist allt mjög fljótt. Ég var búinn að heyra eitthvað en var bara nýlega byrjaður að skoða í kringum mig þegar þetta kemur upp og þá var ég eiginlega bara búinn að ákveða mig."

Aron segir það alveg hafa komið til greina að vera áfram hjá ÍA en hann hafi tekið ákvörðun um að halda áfram.

Það finnst mörgum það talsvert óvænt að Aron sé kominn í KR. Kemur það sjálfum þér á óvart? „Eins og ég segi að heyra af áhuga frá KR er heiður og krefjandi verkefni. Ég horfi á þetta sem góðan glugga til að bæta mig sem leikmann og hjálpa liðinu eins og ég get."

Aron kom til ÍA um mitt sumar 2019 frá uppeldisfélagi sínu Þór. „Tíminn var upp og niður eins og flest öll verkefni. Ég klárlega lærði mjög margt og bætti mig sem leikmann. Þetta voru mjög fín tvö og hálft ár upp á Skaga."

Hann var spurður út í Kristinn Jónsson og hvað honum finnst hann þurfa að bæta í sínum leik. Hann ræddi einnig um tíma sinn hjá Þór, pabba sinn, afa sinn, að spila undir stjórn pabba síns og að deila búningsklefa aftur með Atla Sigurjónssyni. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum.
Athugasemdir
banner
banner