Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mið 03. nóvember 2021 15:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Kristófer: Geggjað að vera kominn í stærsta klúbb á Íslandi
Aron Kristófer Lárusson
Aron Kristófer Lárusson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Kristófer Lárusson var kynntur sem nýr leikmaður KR á mánudag. Aron kemur frá ÍA þar sem hann hefur leikið síðustu ár.

Aron var samningslaus og kemur á frjálsri sölu í Vesturbæinn. Aron er 23 ára vinstri bakvörður.

„Það er geggjað, heiður að þeir hafi haft áhuga á að fá mig í raðir sínar. Það er geggjað að vera kominn í stærsta klúbb á Íslandi," sagði Aron Kristófer.

„Þetta gerðist stuttu eftir bikarúrslitaleikinn með ÍA. KR hafði samband og það gekk allt mjög fínt upp, náðum alveg mjög vel saman. Þetta gerðist allt mjög fljótt. Ég var búinn að heyra eitthvað en var bara nýlega byrjaður að skoða í kringum mig þegar þetta kemur upp og þá var ég eiginlega bara búinn að ákveða mig."

Aron segir það alveg hafa komið til greina að vera áfram hjá ÍA en hann hafi tekið ákvörðun um að halda áfram.

Það finnst mörgum það talsvert óvænt að Aron sé kominn í KR. Kemur það sjálfum þér á óvart? „Eins og ég segi að heyra af áhuga frá KR er heiður og krefjandi verkefni. Ég horfi á þetta sem góðan glugga til að bæta mig sem leikmann og hjálpa liðinu eins og ég get."

Aron kom til ÍA um mitt sumar 2019 frá uppeldisfélagi sínu Þór. „Tíminn var upp og niður eins og flest öll verkefni. Ég klárlega lærði mjög margt og bætti mig sem leikmann. Þetta voru mjög fín tvö og hálft ár upp á Skaga."

Hann var spurður út í Kristinn Jónsson og hvað honum finnst hann þurfa að bæta í sínum leik. Hann ræddi einnig um tíma sinn hjá Þór, pabba sinn, afa sinn, að spila undir stjórn pabba síns og að deila búningsklefa aftur með Atla Sigurjónssyni. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum.
Athugasemdir
banner