
Ísland er með átta stig eftir átta leiki í undankeppninni fyrir HM í Katar á næsta ári. Ótrúlegt en satt þá á Ísland ennþá örlitla möguleika á því að enda í 2. sæti sem gefur sæti í umspili um sæti á HM. Tvær umferðir eru eftir af undankeppninni og hefst landsleikjaglugginn eftir næstu helgi.
Möguleikarnir eru hins vegar afskaplega litlir og margt þarf að spilast með Íslandi í þeim efnum. Við þurfum sex stig í komandi leikjum, sigur gegn bæði Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Þrjú önnur úrslit verða að falla með okkur í komandi glugga.
Þann 11. nóvember mætast Armenía og Norður-Makedónía í Armeníu. Sá leikur hefst á undan leik Rúmeníu og Íslands í Rúmeníu. Eina von Íslands á 2. sætinu er að Armenía og N-Makedónía geri jafntefli í sínum leik. Ef annað liðið nær í þrjú stig þá eru vonir Íslands úti.
Þá að leikjunum sem fara fram þann 14. nóvember. Armenía má ekki vinna gegn Þýskalandi og Rúmenía verður að misstíga sig gegn Liechtenstein. Eftirminnilega tókst Armeníu ekki að leggja Liechtenstein að velli á útivelli svo óvæntir hlutir geta gerst. Líkurnar eru alls ekki með Íslandi í liði í þessu verkefni.
Gefum okkur að allt þetta gerist, Ísland fær sex stig og fer upp í fjórtán stig. Gefum okkur að Rúmenía geri jafntefli við Liechtenstein og fari því í fjórtán stig. Armenía og Norður Makedónía verða þá með þrettán stig.
Þá kemur markatala Íslands og markatala Rúmeníu inn í reikninginn. Ísland er með -4 í markatölu og Rúmenía með +3. Ísland yrði því helst að vinna með nokkrum mörkum í Rúmeníu til að eiga séns. Sigri Ísland með einu marki þá þyrfti Ísland að vinna upp fimm marka forskot í leiknum gegn N-Makedóníu sem er afskaplega ólíklegt. Tveggja marka sigur gegn Rúmeníu myndi þýða að Ísland þyrfti að vinna upp þrjú mörk í leiknum gegn N-Makedóníu.
Það sem er mest svekkjandi er að með jafntefli gegn Rúmeníu eða sigri gegn annað hvort Armeníu eða N-Makedóníu á heimavelli þá væri staðan í riðlinum allt önnur og líkurnar talsvert meiri.
Vinnan núna er að halda áfram að vinna með þetta lið
Arnar Þór Viðarsson var spurður út í stöðuna í riðlinum á fréttamannafundi eftir sigur gegn Liechtenstein í október. Staðan í riðlinum með þessum sigri. Horfiru til baka, einn jafnteflisleikur breytist í sigur og þá hefði verið dauðafæri á öðru sæti. Kannski algjörir aular að vera ekki í betri stöðu?
„Við komum inn í þennan glugga með það fyrir augum að ef við hefðum tekið sex stig þá væri einhver séns. Það var ómögulegt að sjá það fyrir sér í mars hvað myndi ganga á hjá okkur. Eitt jafntefli á réttu augnabliki hefði breytt stöðunni. Það er staðan eins og hún er núna."
„Við vitum öll hvað hefur gengið á. Vinnan núna er að halda áfram að vinna með þetta lið og sjá að við séum í betri stöðu á næstu árum."
Sjá einnig:
Grátlegt að skoða töfluna en Eiður hefur trú á stórmóti í framtíðinni (11. okt)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir