Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 03. desember 2019 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp um janúargluggann: Erum alltaf tilbúnir
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist vera opinn fyrir því að kaupa leikmenn í janúarglugganum.

Á meðan segist Pep Guardiola, kollegi hans hjá Manchester City, ekki þurfa nýja leikmenn þrátt fyrir vandræði í vörninni hjá City.

Spurður að því hvort ummæli Guardiola kæmu á óvart, sagði Klopp á blaðamannafundi: „Ég er ekki hér til að tala um félagaskiptaglugga Man City."

„Ég er bara að heyra um þetta í fyrsta sinn núna. Kemur þetta mér á óvart? Nei, en það skiptir ekki máli."

Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 11 stigum meira en Man City eins og staðan er núna.

„Við höfum ekki rætt janúargluggann. Við erum alltaf tilbúnir samt og ef við getum gert eitthvað sem hjálpar okkur, þá munum við reyna að gera það."

Klopp er ósáttur með það hvernig sumarglugginn á Englandi virkar. Sumarglugginn á Englandi lokar fyrr en annars staðar í Evrópu. „Það eyðileggur bara fyrir enskum félögum," sagði Klopp.

Liverpool á leik annað kvöld gegn nágrönnum sínum í Everton.

Sjá einnig:
Klopp: Hefði verið rétt að Van Dijk fengi Ballon d'Or
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner