Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 03. desember 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
Schuurs ekki á leið strax til Liverpool
Powerade
Schuurs vill ekki fara frá Ajax.
Schuurs vill ekki fara frá Ajax.
Mynd: Getty Images
Pochettino gæti verið á leið í boltann á nýjan leik.
Pochettino gæti verið á leið í boltann á nýjan leik.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með fullt af áhugaverðum kjaftasögum í dag. Kíkjum á þær helstu.



Aston Villa telur að Jack Grealish (25) sé virði að minnsta kosti 100 milljón punda. Grealish hefur verið orðaður við Manchester City. (Telegraph)

Inter er tilbúið að selja varnarmanninn Milan Skriniar (25) til Tottenham á 45 milljónir punda í næsta mánuði. (Sun)

Perr Schuurs (21) varnarmaður Ajax segist ekki tilbúinn að fara frá félaginu strax. Schuurs hefur verið orðaður við Liverpool. (Mirror)

Mauricio Pohettino er líklegastur til að taka við Real Madrid ef Zinedine Zidane verður rekinn. Raul, þjálfari varaliðs Real Madrid og fyrrum framherji félagsins, kemur einnig til greina. (Marca)

Pochettino er sagður spenntur að taka við PSG af Thomas Tuchel. (Talksport)

Zidane hefur misst traustið hjá mörgum leikmönnum Real Madrid, þar á meðal Eden Hazard. (Sport)

Aðrar fréttir segja að Zidane sé ennþá með stuðning leikmanna og stjórnar Real Madrid. (ESPN)

John Terry myndi fá Ashley Cole í þjálfaralið sitt ef hann tekur við Derby. (Mirror)

Joes Mourinho, stjóri Tottenham, segir að það velti ekki á honum hvort félagið selji Dele Alli (24) í janúar. (Telegraph)

Newcastle hefur fylgst með Brandon Williams (20) vinstri bakverði Manchester United en líklegt er að hann fari á lán í janúar. (Newcastle Chronicle)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segist vera að gera áætlanir fyrir janúar glluggann. (London Evening Standard)

Leicester gæti reynt að fá miðjumanninn William Carvalho (28) frá Real Betis í janúar. (La Razon)

Bandarískir fjárfestar hafa færst skrefi nær því að kaupa Burnley á 200 milljónir punda. (Times)

Enska úrvalsdeildin ætlar ekki að reyna að láta leikmenn í deildinni fá bóluefni á undan almenningi. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner