Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 03. desember 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stríð Porto og Man City heldur áfram - Porto titlar Bernardo sem dæmdan rasista
Mynd: Getty Images
Manchester City og Porto eru orðnir einhvers konar fjendur. Stjóri Porto var allt annað en sáttur við Pep Guardiola eftir fyrri leik liðanna í vetur og eftir seinni leikinn, á þriðjudag, er við það að sjóða upp úr milli félaganna. Það var þá ekki vingott milli félaganna eftir einvígi þeirra árið 2012.

Manchester City hefur svarað fyrir sig og gæti kvartað til UEFA eftir útspil Porto. Í kjölfar 0-0 jafnteflisins á þriðjudag urðu yfirmenn hjá City reiðir þegar þeir sáu að í fréttabréfi Porto var Bernando Silva titlaður sem dæmdur rasisti, Fernandinho var gagnrýndur fyrir að skorta fagmennsku og fullyrt að City-liðið væri heppið.

„Bernardo Silva er þekktur á alþjóðavísu fyrir að hafa verið dæmdur fyrir rasisma. Það hefði átt að gefa Fernandinho rautt spjald. Þrátt fyrir 35 ára aldur er hann skýrt dæmi um að í fótbolta skipta peningar miklu máli en þeir kaupa þér ekki fagmennsku," segir í fréttabréfi Porto.

Sergio Conceicao, stjóri Porto, svaraði gagnrýni Guardiola eftir leikinn á þriðjudag. Pep gangrýndi Porto fyrir að spila varnarsinnaðan fótbolta. „Ef ég hefði hans fjárráð, hans leikmenn og gæti samt ekki unnið þá væri ég sorgmæddur eins og hann," sagði Conceicao.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Porto svarar illa í stöðu sem þessari. Í þetta skiptið er það vanhugsuð gagnrýni á einstaka leikmenn okkar og stjóra liðsins, við erum algjörlega ósammála þessari gagnrýni," sagði talsmaður City.

„Árið 2012, síðast þegar liðin áttust við, þá neitaði Porto að stuðningsmenn félagsins hefðu orðið uppvísir að rasísku athæfi sem þeir voru síðar sektaðir fyrir. Þess vegna kemur okkur hegðun félagsins núna mjög á óvart og þetta eru vonbrigði."

Liðin eru bæði komin áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Sjá einnig:
Stjóri Porto allt annað en sáttur við framkomu Guardiola (23. okt)
Silva í bann fyrir Twitter skilaboð um Mendy (13. nóv '19)
Athugasemdir
banner
banner
banner