Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 03. desember 2022 14:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pele í líknarmeðferð á spítala í Brasilíu
Mynd: Getty Images

Brasilíska goðsögnin Pele var lagður inn á spítala á dögunum og hann hefur verið í lyfjameðferð gegn ristilkrabbameini.


Brasilískir fjölmiðlar greina frá því að allt hefur farið á versta veg og meðferðin ekki gengið sem skyldi. Hann sé því kominn í líknarmeðferð.

Síðustu dagar hafa verið mikill rússíbani fyrir hinn 82 ára gamla Pele en hann leitaði sér hjálpar á þriðjudaginn vegna hjartavandamála en greindi svo frá því á fimmtudaginn að hann væri á batavegi.

Fyrrum félagið hans í Brasilíu, Santos, hefur sent honum kveðju á Twitter ásamt franska landsliðsmanninum Kylian Mbappe.


Athugasemdir
banner
banner
banner