City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
   mið 04. janúar 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óviss hvert svarið yrði - „Mamma grét og fannst þetta mjög gaman"
Danijel Djuric
Danijel Djuric
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Danijel Dejan Djuric fer á morgun með íslenska landsliðinu til Portúgal þar sem leiknir verða tveir vináttuleikir. Danijel, sem er leikmaður Víkings, lék sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætti Suður-Kóreu ytra í nóvember.

Danijel ræddi við Fótbolta.net um komandi landsliðsverkefni og verkefnið í nóvember. Hann ræddi einnig um Víking og í lok viðtals var hann spurður út í möguleikann á að spila með búlgarska landsliðinu.

Móðir Danijels er búlgörsk og því gæti hann spilað fyrir Búlgaríu ef kallið kæmi þaðan.

Sjá einnig:
Vilja fá Danijel Djuric í búlgarska landsliðið

„Ég veit það ekki, því miður get ég ekki gefið eitthvað svar hverju ég myndi svara. Ég er í íslenska landsliðinu núna og Ísland hefur alltaf verið mitt land. Ég er ógeðslega stoltur að vera hluti af því," sagði Danijel.

„Það var aðallega mamma sem var mjög spennt þegar þetta kom upp, hún grét og fannst þetta mjög gaman," sagði Danijel.

Hann er nítján ára gamall og gekk í raðir Víkings eftir þrjú ár í unglingaliðum FC Midtjylland í Danmörku.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Athugasemdir
banner