De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
   mið 04. janúar 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óviss hvert svarið yrði - „Mamma grét og fannst þetta mjög gaman"
Danijel Djuric
Danijel Djuric
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Danijel Dejan Djuric fer á morgun með íslenska landsliðinu til Portúgal þar sem leiknir verða tveir vináttuleikir. Danijel, sem er leikmaður Víkings, lék sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætti Suður-Kóreu ytra í nóvember.

Danijel ræddi við Fótbolta.net um komandi landsliðsverkefni og verkefnið í nóvember. Hann ræddi einnig um Víking og í lok viðtals var hann spurður út í möguleikann á að spila með búlgarska landsliðinu.

Móðir Danijels er búlgörsk og því gæti hann spilað fyrir Búlgaríu ef kallið kæmi þaðan.

Sjá einnig:
Vilja fá Danijel Djuric í búlgarska landsliðið

„Ég veit það ekki, því miður get ég ekki gefið eitthvað svar hverju ég myndi svara. Ég er í íslenska landsliðinu núna og Ísland hefur alltaf verið mitt land. Ég er ógeðslega stoltur að vera hluti af því," sagði Danijel.

„Það var aðallega mamma sem var mjög spennt þegar þetta kom upp, hún grét og fannst þetta mjög gaman," sagði Danijel.

Hann er nítján ára gamall og gekk í raðir Víkings eftir þrjú ár í unglingaliðum FC Midtjylland í Danmörku.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner