Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   mán 04. mars 2024 16:00
Elvar Geir Magnússon
Bruno: Verður erfitt að ná Meistaradeildarsæti
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United viðurkennir í samtali við MUTV að það verði erfitt fyrir liðið að komast í Meistaradeildina. United tapaði sínum ellefta úrvalsdeildarleik á tímabilinu þegar liðið tapaði gegn Manchester City í gær.

United er í sjötta sæti, ellefu stigum frá Aston Villa sem er í fjórða sæti og sex stigum á eftir Tottenham sem er í fimmta sæti, og á leik til góða. Fimmta sætið gæti nægt til að ná Meistaradeildarsæti á þessu tímabili.

„Við viljum vera í Meistaradeildinni, við viljum reyna við fjórða sætið til enda. Við vitum að þetta verður erfitt en við verðum að gera allt sem við getum til að halda okkur í baráttunni,“ sagði Bruno.

„Næsti leikur okkar er á heimavelli og við vitum að stuðningsmennirnir verða með okkur allt til loka. Þeir hjálpa okkur og stefnan er að vinna næsta leik."

„Það var möguleiki til staðar að fá eitthvað úr leiknum í gær en á endanum voru það einstaklingsgæðin hjá Manchester City sem skópu sigurinn fyrir þá."

Manchester United tekur á móti Everton í hádegisleiknum næsta laugardag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner