Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 19:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Dagur Fjeldsted (Breiðablik)
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir/Stein Jøran Sanden
Muna að setja símann á silent.
Muna að setja símann á silent.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höstlerinn sendur á Ástareyjuna.
Höstlerinn sendur á Ástareyjuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aftur í Breiðablik?
Aftur í Breiðablik?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilt ekki mæta honum þegar hann er að tapa á æfingu
Vilt ekki mæta honum þegar hann er að tapa á æfingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Desire Doue gegn Neymar.
Desire Doue gegn Neymar.
Mynd: EPA
Komið er að því að kynna betur leikmann úr liðinu sem spáð er 4. sæti í Bestu deildinni í sumar.

Dagur er hægri kantmaður sem var á láni hjá Grindavík fyrri hluta síðasta tímabils og lék svo með Breiðabliki seinni hlutann. Hlutverkið hefur svo stækkað í vetur og skoraði hann þrjú mörk í Lengjubikarnum. Hann á að baki sex leiki fyrir U19 landsliðið og skoraði eina mark liðsins gegn Danmörku í nóvember í fyrra. Hann lék svo með U20 gegn Ungverjum í síðasta mánuði.

Dagur sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Dagur Örn Fjeldsted

Gælunafn: Dassi eða Dassford

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: æfingaleikur vs HK 2021 man ekki eftir miklu

Uppáhalds drykkur: Grænn Collab

Uppáhalds matsölustaður: Pronto Pasta og Serrano

Hvernig bíl áttu: VW E Golf

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei hef ekki komið mér í þann bransa ennþá

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison Break, Snowfall

Uppáhalds tónlistarmaður: Justin Bieber, Drake og Birnir

Uppáhalds hlaðvarp: Þungavigtin og Blö

Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram og Tiktok

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fotbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi jr og Gillz eru vel fyndnir

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ertu Lentur?

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Liverpool

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Desire Doue þegar við spiluðum við Frakkana u19. Hann var með alvöru gæði

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: úff margir góðir en verð að setja Óskar og Dóra , Gumma Brynjólfs, Gulla Gull og Ólaf Inga, þeir standa uppúr

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Tómas Orri og Gísli Eyjólfs þegar þeir eru að tapa

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Cristiano Ronaldo og Neymar

Sætasti sigurinn: 3-2 sigur á Stjörnunni í úrslitaleiknum í íslandsmóti í 3. Flokki

Mestu vonbrigðin: Þegar við töpupum á móti Frakklandi á síðustu mínútu í undankeppni EM u19

Uppáhalds lið í enska: Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Benoný Breka úr KR við höfum spilað saman og erum með gott Chem

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Dagur Örn Fjeldsted

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Arnór Sig

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: No comment

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo 100p

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Ásgeir Helgi fær þann titil

Uppáhalds staður á Íslandi: Kórahverfið og Fífan

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: það var gaman að skora 2 mörk á móti fyrrum félögunum í Grindavík í Lengjubikarnum

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist aðeins með pílu og körfu

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Mercurial Vapor oftast

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: spænskan var smá bras og íslenska er ekkert eðlilega Boring

Vandræðalegasta augnablik: Þegar það var töflufundur hjá Óskari fyrir fyrsta mfl leikinn minn. Þá hringdi síminn minn á miðjum fundi það var ekkert eðlilega óþægilegt

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Kristofer inga, Eyþór Wöhler og Arnór Gauta af því að við myndum gera bara gott úr hlutunum og við myndum lifa þetta af.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ásgeir Helga í Love island hann myndi elska það

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er góður á hjólabretti

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Jason Daði hann er með 99 í Dribbling

Hverju laugstu síðast: Að ég ætli ekki að kaupa fleiri föt

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaupa án bolta

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Bill Gates hvernig maður breytir 1 dollara í 2
Athugasemdir
banner
banner