Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. maí 2020 22:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Morrison eilítið súr eftir ummæli Rooney
Mynd: Getty Images
„Auðvitað er frábært að fá svona hól," sagði Morrison á talkSPORT og vitnaði þar í ummæli Rooney sem sagði að Morrison hefði verið mun betri en Paul Pogba á sínum tíma.

„Sérstaklega komandi frá Rooney sem er líklega einn besti leikmaður sem England hefur alið, flott að fá svona hrós frá frábærum leikmanni."

„Þetta pirrar mig á sama tíma. Ég hefði viljað ná aðeins lengra á ferlinum. Ég hefði átt að komast lengra. Ég hef enn tækifæri til að ná lengra og stefni á það."

„Mér finnst bæði Jesse Lingard og Paul Pogba frábærir leikmenn. Við vorum með frábær lið af leikmönnum sem eru fæddir 1992 og 93."

„Ég vissi að ég var með gæði en andlega hliðin var ekki með mér. Ég fór bara og spilaði fótbolta og það var það sem ég elskaði."

„Ég myndi ekki segja að pressan hafi verið of mikil á Old Trafford því þetta fór aldrei á það stig að ég fann fyrir pressu. Ef ég fengi að gera allt aftur þá myndi ég ekki fara sömu leiðir og ég gerði á sínum tíma. Það eru margir hlutir sem ég myndi vilja breyta."

„Ég ólst upp hjá United og kom inn í U-9 ára lið félagsins. Ég skrópaði stundum á æfingum og svo áttaði ég mig á því seinna meir að ég vissi ekki af hverju ég hafði gert það. Í dag er erfitt að fá mig af æfingavellinum,"
sagði Morrison að lokum.
Athugasemdir
banner
banner