Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 04. maí 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Gerson sagður á leið til Barcelona
Gerson og Gabriel Barbosa hafa gert frábæra hluti í Brasilíu
Gerson og Gabriel Barbosa hafa gert frábæra hluti í Brasilíu
Mynd: EPA
Spænska félagið Barcelona er í viðræðum við Flamengo um kaup á brasilíska miðjumanninum Gerson en spænska sjónvarpsstöðin El Chiringuito greinir frá þessu.

Gerson er 23 ára gamall og uppalinn í Fluminense. Brassinn lék tvö ár með aðalliðinu áður en ítalska félagið Roma keypti hann fyrir 15 milljónir evra.

Hann var á mála hjá Roma í þrjú ár. Hann spilaði 42 leiki í heildina og skoraði tvö mörk en var svo lánaður til Fiorentina á þriðja árinu hans á Ítalíu.

Eftir tímabilið var hann seldur aftur til Brasilíu. Flamengo keypti hann árið 2019 en hann hefur reynst einn besti leikmaður brasilísku deildarinnar síðustu tvö árin.

Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna fyrir félag í Brasilíu á þessum tveimur árum og er nú á leið til Barcelona.

Samkvæmt El Chiringuito greiðir Barcelona 25 milljónir evra fyrir Gerson sem mun skrifa undir langtímasamning við félagið.

Gerson hefur ekki enn spilað A-landsleik fyrir Brasilíu þrátt fyrir að fjölmiðlar, stuðningsmenn og þjálfarar hafa ítrekað kallað eftir því en ástæðan ku vera sú að hann hafnaði því að spila fyrir U23 ára liðið í desember árið 2019 eftir erfitt tímabil í Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner