þri 04. maí 2021 11:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild kvenna: 12. sæti
Einherji snýr aftur til leiks í 2. deild
Einherji snýr aftur til leiks í 2. deild
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Brianna Curtis verður spilandi þjálfari
Brianna Curtis verður spilandi þjálfari
Mynd: Einherji
Barbara Kopacsi er einn reynslumesti leikmaður liðsins
Barbara Kopacsi er einn reynslumesti leikmaður liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2.deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-12 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12. Einherji
13. KM

Lokastaða í fyrra: Einherji snýr aftur til leiks eftir tveggja tímabila pásu

Þjálfari: Brianna Curtis er nýtekin við liðinu og verður spilandi þjálfari. Hún er 24 ára og frá Colorado. Henni til aðstoðar verður Taryn Siegele en hún verður spilandi aðstoðarþjálfari.

Einherji lék síðast í 2. deild sumarið 2018 og verður gaman að fylgjast með endurkomu liðsins í sumar. Á Vopnafirði eru efnilegir leikmenn sem hafa komist í úrslitakeppnir yngri flokka síðustu ár. Þær fá nú að taka fyrstu skrefin með meistaraflokki ásamt eldri heimakonum og tveimur erlendum leikmönnum. Breiddin er ekki mikil hjá þessu unga liði og Brianna þjálfari kemur seint til móts við liðið sem er alltaf erfitt. Stemmningin og sterkur heimavöllur gætu þó gert ýmislegt fyrir lið Einherja.

Lykilmenn: Borghildur Arnarsdóttir, Barbara Kopácsi, Amanda Lind Elmarsdóttir

Gaman að fylgjast með: Amanda Lind Elmarsdóttir er gríðarlega flinkur leikmaður og mikið efni sem hefur staðið sig vel á úrtaksæfingum yngri landsliða Íslands.

Við heyrðum í Brianna Curtis, nýráðnum þjálfara:

Þið eruð nýliðar í deildinni og ykkur er spáð 12. sæti. Hvað finnst þér um spánna?

„Ég held að spáin sé bara sanngjörn en við eigum innanborðs fullt af hæfileikaríkum íþróttamönnum sem eru spenntar fyrir leiktíðinni. Ég á von á því að enda ofar en þessi spá segir til um.“

„Markmiðið okkar er að vera vinnusamastar á velli. Leikmenn eru tilbúnar til þess að njóta þess að spila og verða betri í leiðinni. Með svona miklum hæfileikum kemur vöxtur og við hlökkum til að sjá hversu mikið við getum vaxið.“


Hverju áttu von á í deildinni?

„Þetta sumar verður spennandi. Ég er ný hérna en finn nú þegar fyrir ástríðunni sem fylgir íslenskum fótbolta. Þetta verður hörkudeild, margir góðir leikir og allskonar úrslit.“

Hver er Brianna Curtis?

„Ég hef spilað fótbolta í 20 ár. Ég hef spilað í Division 1 í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og fór svo beint í atvinnumennsku. Ég spilaði á Ítalíu og Rúmeníu og nú er ég svo heppin að vera flutt til Íslands. Ég er líka heppin að geta bæði spilað og þjálfað en það tengir saman tvær af mínum ástríðum. Að spila fótbolta og hjálpa öðrum við að átta sig á hvers megnugir þeir eru.“

„Uppáhaldsleikurinn minn til þessa var þegar ég spilaði í Meistaradeildinni í Rúmeníu. Þar voru fullkomnar aðstæður fyrir fótbolta. Ég elska íþróttina og stefni á að spila þar til ég verð orðin gömul og grá. Þá mun ég færa mig yfir á hliðarlínuna og þjálfa.“


Komnar:
Brianna Curtis
Taryn Siegele

Farnar:

Fyrstu leikir Einherja:
13. maí Einherji - Álftanes
22. maí Fjölnir - Einherji
30. maí Einherji - Hamar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner