Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
banner
   mið 04. maí 2022 22:18
Sverrir Örn Einarsson
Ási Arnars: Við erum að tala kannski um 7-8 dauðafæri plús víti
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson
Ásmundur Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara einn af þessum leikjum sem maður sér nú ekki oft. Við vorum mikið með boltann, við sköpuðum okkur mikið af færum og sumt var bara ágætlega klárað en það sem stóð fyrir okkur var markmaðurinn þeirra.“
Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks um leikinn eftir að Breiðablik beið lægri hlut gegn Keflavík suður með sjó í kvöld en lokatölur urðu 1-0 Keflavík í vil.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Breiðablik

Það vantaði svo sem ekki færin í leik Blika í kvöld en inn í markið vildi boltinn hreinlega ekki. Fannst Ásmundi það vera það eina sem vantaði?

„Ég held að það segi sig bara sjálft. Við erum að tala kannski um 7-8 dauðafæri plús víti sem allt hefði getað endað inni. Boltinn tekinn viðstöðulaust og á leiðinni upp í samskeytin en þá kemur bara einhver hendi sem lokar þessu. Þetta var bara einn af þessum dögum einn af miljón og lítið við því að segja.“

Það má segja að liðin sem spáð var að myndu berjast um titilinn hafi bæði beðið óvænta ósigra í þessari annari umferð deildarinnar en Valur tapaði gegn Þór/KA á Akureyri í gær. Telur Ásmundur að þetta sé mögulega til marks um að deildin sé að verða jafnari?

„Þetta er allavega það sem ég og fleiri voru að ræða fyrir mót að hugsanlega væri mótið jafnara en oft áður. Það er allavega ekkert sjálfgefið í þessu, hver einasti leikur er erfiður og hörkuleikir allt saman. Það er komin meiri breidd í deildina virðist vera, liðin eru skipulögð og það er ekkert sjálfsagt að taka þrjú stig.“

Sagði Ásmundur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner