Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   mið 04. maí 2022 22:18
Sverrir Örn Einarsson
Ási Arnars: Við erum að tala kannski um 7-8 dauðafæri plús víti
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson
Ásmundur Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara einn af þessum leikjum sem maður sér nú ekki oft. Við vorum mikið með boltann, við sköpuðum okkur mikið af færum og sumt var bara ágætlega klárað en það sem stóð fyrir okkur var markmaðurinn þeirra.“
Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks um leikinn eftir að Breiðablik beið lægri hlut gegn Keflavík suður með sjó í kvöld en lokatölur urðu 1-0 Keflavík í vil.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Breiðablik

Það vantaði svo sem ekki færin í leik Blika í kvöld en inn í markið vildi boltinn hreinlega ekki. Fannst Ásmundi það vera það eina sem vantaði?

„Ég held að það segi sig bara sjálft. Við erum að tala kannski um 7-8 dauðafæri plús víti sem allt hefði getað endað inni. Boltinn tekinn viðstöðulaust og á leiðinni upp í samskeytin en þá kemur bara einhver hendi sem lokar þessu. Þetta var bara einn af þessum dögum einn af miljón og lítið við því að segja.“

Það má segja að liðin sem spáð var að myndu berjast um titilinn hafi bæði beðið óvænta ósigra í þessari annari umferð deildarinnar en Valur tapaði gegn Þór/KA á Akureyri í gær. Telur Ásmundur að þetta sé mögulega til marks um að deildin sé að verða jafnari?

„Þetta er allavega það sem ég og fleiri voru að ræða fyrir mót að hugsanlega væri mótið jafnara en oft áður. Það er allavega ekkert sjálfgefið í þessu, hver einasti leikur er erfiður og hörkuleikir allt saman. Það er komin meiri breidd í deildina virðist vera, liðin eru skipulögð og það er ekkert sjálfsagt að taka þrjú stig.“

Sagði Ásmundur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner