Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   mið 04. maí 2022 22:18
Sverrir Örn Einarsson
Ási Arnars: Við erum að tala kannski um 7-8 dauðafæri plús víti
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson
Ásmundur Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara einn af þessum leikjum sem maður sér nú ekki oft. Við vorum mikið með boltann, við sköpuðum okkur mikið af færum og sumt var bara ágætlega klárað en það sem stóð fyrir okkur var markmaðurinn þeirra.“
Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks um leikinn eftir að Breiðablik beið lægri hlut gegn Keflavík suður með sjó í kvöld en lokatölur urðu 1-0 Keflavík í vil.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Breiðablik

Það vantaði svo sem ekki færin í leik Blika í kvöld en inn í markið vildi boltinn hreinlega ekki. Fannst Ásmundi það vera það eina sem vantaði?

„Ég held að það segi sig bara sjálft. Við erum að tala kannski um 7-8 dauðafæri plús víti sem allt hefði getað endað inni. Boltinn tekinn viðstöðulaust og á leiðinni upp í samskeytin en þá kemur bara einhver hendi sem lokar þessu. Þetta var bara einn af þessum dögum einn af miljón og lítið við því að segja.“

Það má segja að liðin sem spáð var að myndu berjast um titilinn hafi bæði beðið óvænta ósigra í þessari annari umferð deildarinnar en Valur tapaði gegn Þór/KA á Akureyri í gær. Telur Ásmundur að þetta sé mögulega til marks um að deildin sé að verða jafnari?

„Þetta er allavega það sem ég og fleiri voru að ræða fyrir mót að hugsanlega væri mótið jafnara en oft áður. Það er allavega ekkert sjálfgefið í þessu, hver einasti leikur er erfiður og hörkuleikir allt saman. Það er komin meiri breidd í deildina virðist vera, liðin eru skipulögð og það er ekkert sjálfsagt að taka þrjú stig.“

Sagði Ásmundur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner