Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 04. júní 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Trabzonspor í Evrópubann
Tyrkneska félagið Trabzonspor hefur verið dæmt í eins árs bann frá Evrópukeppnum vegna brota á svokölluðum 'Financial Fair Play' reglum.

UEFA segir að félagið, sem er á toppi deildarinnar um þessar mundir, hafi ekki farið eftir samkomulagi sem náðist árið 2016 þegar félagið braut reglurnar.

Félagið mun fara í ban á komandi tímabili eða þarnæsta tímabili ef félagið kemst ekki í Evrópukeppni. Fari félagið ekki í Evrópukeppni á næstu tveimur tímabilum rennur bannið út.

Tyrkneski boltinn mun hefjast á ný þann 12. júní og er Trabzonspor á toppi deildarinnar með jafnmörg stig og Istanbul Basaksehir þegar átta umferðir eru eftir.
Athugasemdir