De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
   sun 04. júní 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Guðlaugur Victor lagði upp dýrmætt mark og aftur var það Benteke sem skoraði
watermark Guðlaugur Victor lagði upp annað mark sitt á tímabilinu
Guðlaugur Victor lagði upp annað mark sitt á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson lagði upp annað mark sitt í MLS-deildinni á tímabilinu í 2-1 sigri D.C. United á Inter Miami í nótt.

Guðlaugur Victor, sem hefur spilað þrjár stöður á tímabilinu, var á miðjunni í leiknum en hann lagði upp annað markið í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Íslendingurinn vann boltann á miðsvæðinu og lyfti honum yfir vörn Miami og fyrir belgíska framherjann Christian Benteke sem skoraði af miklu öryggi í hægra hornið. Hann lagði einnig upp fyrir Benteke í 3-1 sigri á Orlando City fyrr á tímabilinu.

Lið Wayne Rooney er á 7. sæti Austur-deildarinnar með 23 stig.

Róbert Orri Þorkelsson spilaði allan leikinn í vörn Montreal sem tapaði 3-0 gegn Philadelphia Union í Austur-deildinni. Montreal er í 11. sæti með 19 stig. Þetta var annar byrjunarliðsleikur Róberts í deildinni á tímabilinu.

Dagur Dan Þórhallsson kom inná sem varamaður á 84. mínútu er Orlando City vann 3-0 sigur á NY Red Bulls. Orlando er í 8. sæti Austur-deildarinnar með 23 stig.

Þorleifur Úlfarsson kom inná sem varamaður á 69. mínútu í 3-0 tapi Houston Dynamo gegn St. Louis, toppliði Vestur-deildarinnar.

Houston er í 9. sæti með 18 stig.


Athugasemdir
banner
banner