Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 04. júlí 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Aron gæti spilað með hávaxnasta leikmanninum
Lacina Traore fagnar marki með Everton á sínum tíma.
Lacina Traore fagnar marki með Everton á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Aron Bjarnason, leikmaður Breiðabliks, er á leið til Ungverjalands þar sem hann mun fara í viðræður við Ujpest. Breiðablik samþykkti í gær tilboð Ujpest í kantmanninn knáa.

Ujpest er frá Búdapest en liðið endaði í 5. sæti í ungversku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Í febrúar síðastliðnum samdi Ujpest við framherjann Lacina Traore en hann er einn af hávöxnustu atvinnumönnum sögunnar. Traore er 203 cm á hæð.

Hinn 29 ára gamli Traore var á láni hjá Everton árið 2014 og varð um leið hávaxnasti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Á ferli sínum hefur hann einnig leikið með félögum eins og Mónakó, CSKA Moskvu og Sporting Gijon.

Traore skoraði þrjú mörk í níu leikjum með Ujpest á síðasta tímabili og spennandi verður að sjá samvinnu hans og Arons í Ungverjalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner