Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 04. júlí 2022 09:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ronaldo fær frí á æfingu vegna fjölskylduástæðna
Sky Sports greindi frá því í morgun að Cristiano Ronaldo væri ekki væntanlegur á æfingu Manchester United í dag vegna fjölskylduástæðna.

Félagið hafi samþykkt ástæðuna fyrir fjarveru Ronaldo. Um helgina bárust fregnir þess efnis að Ronaldo vildi fara frá United - hafi farið fram á sölu frá félaginu og beðið félagið um að samþykkja sanngjörn tilboð í sig.

Ronaldo vill spila áfram í Meistaradeild Evrópu og er það stór ástæða fyrir því að hann sér ekki fyrir sér að spila áfram með United.

United lítur þannig á stöðu Ronaldo að hann á eitt ár eftir af samningi og er ekki til sölu.

Leikmenn sem tóku þátt í landsleikjum í júní snúa til æfinga eftir frí í dag.
Athugasemdir
banner