Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 04. ágúst 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Tottenham vill fá 23 milljónir punda fyrir Aurier
Serge Aurier
Serge Aurier
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur vill fá 23 milljónir punda fyrir Serge Aurier en ítalska félagið AC Milan hefur sýnt honum mikinn áhuga síðustu daga.

Tottenham borgaði 23 milljónir punda er félagið keypti hann frá Paris Saint-Germain árið 2017.

Daniel Levy, eigandi Tottenham, sættir sig því ekki við minna en þá upphæð sem hann greiddi fyrir Aurier.

Milan er tilbúið að greiða 12 milljónir punda en Tottenham ætlar þó ekki að gefa eftir.

Aurier er fyrsti kostur í hægri bakvarðarstöðunni hjá Tottenham og á tvö ár eftir af samningnum.
Athugasemdir
banner