Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   sun 04. ágúst 2024 09:30
Sölvi Haraldsson
Sjáðu mörkin úr sigri Liverpool á United í nótt
Úr leiknum í nótt.
Úr leiknum í nótt.
Mynd: Sölvi Haraldsson

Liverpool hafa átt mjög gott undirbúningstímabil. Þeir hafa unnið alla þrjá leikina sína í sumar í Ameríkutúrnum en í nótt mættu þeir Manchester Untied sem þeir unnu örugglega 3-0.


Carvalho braut ísinn

Fabio Carvalho braut ísinn og skoraði þetta huggulega mark eftir að hafa farið illa með Casemiro. Margir hafa verið að setja spurningarmerki við varnarleik Casemiro þarna en það er eins og hann hafi misst jafnvægi og hrasað er hann var að snúa sér við.

Jones tvöfaldaði forystuna

Curtis Jones skoraði annað mark leiksins eftir laglegan undirbúnign Mohammed Salah sem gerði frábærlega með boltann á hægri vængnum eftir sendingu frá Quansah.

Grikkinn kláraði leikinn fyrir Liverpool

Gríski vinstri bakvörðurinn Konstantinos Tsimikas skoraði þá seinasta mark leiksins. Onana varði skot út í teiginn þar sem grikkinn var vakandi og potaði boltanum í netið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner