Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 04. september 2020 16:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi verður áfram hjá Barcelona (Staðfest)
Lionel Messi.
Lionel Messi.
Mynd: Getty Images
Argentínski snillingurinn Lionel Messi hefur ákveðið að vera áfram í herbúðum Barcelona. Þetta sagði hann í samtali við Goal.

Þessi 33 ára gamli argentíski snillingur tilkynnti Barcelona það í síðustu viku að hann vildi fara annað eftir að hafa leikið allan sinn feril hjá félaginu.

Hann er búinn að fá nóg af forsetanum Josep Maria Bartomeu og stjórnarháttum félagsins.

Sjá einnig:
Nettröllin hans Bartomeu og leki í fjölmiðla fælir Messi burt

Bæði Barcelona og La Liga hafa haldið því fram að Messi megi aðeins fara ef eitthvað félag borgar 700 milljón evra riftunarverðið í samningi hans. Hann taldi sjálfan sig vera með ákvæði í samningi sínum að hann gæti farið frítt ef hann vildi það, en það ákvæði í samningi hans rann út fyrr í sumar. Messi taldi sig geta nýtt sér það vegna kórónuveirufaraldursins og lengingu tímabilsins.

„Ég var viss um að ég gæti farið frítt," sagði Messi í samtali við Goal. „Forsetinn sagði alltaf að undir lok tímabilsins gæti ég ákveðið hvort ég færi eða ekki. Núna halda því þau fram að ég hafi ekki sagt það fyrir 10. júní."

„Ég verð áfram hjá félaginu því forsetinn segir mér að ég megi ekki fara nema eitthvað félag borgi 700 milljónir evra fyrir mig og það er ómögulegt."

Messi vildi ekki fara í mál við Barcelona þar sem hann segist elska félagið. Hann sagði einnig að hann hefði verið búinn að ákveða að fara frá Barcelona áður en 8-2 tapið gegn Bayern átti sér stað.


Athugasemdir
banner
banner
banner